Hvað dagur er?

Albert (ekki orðinn fimm ára) fylgist vel með dagatalinu og spyr reglulega hvaða dagur er. Af og til lætur hann vita að þessi eða hinn á leikskólanum eigi afmæli í dag. Ég hef prófað að spyrja um afmælisdaga barna á leikskólanum og enn ekki tekist að reka hann á gat.

Rétt í þessu: „Tuttugasti níundi maí? Ballett í dag og Hildur á afmæli!“

Pabbi: ? *man ekki eftir neinni Hildi á leikskólanum* „Hildur? Hver er Hildur?“

Albert: „Mamma Sóllilju!“


Uppfært:

Var að frétta að Hildur vinnur á leikskólanum. Samt.


Posted

in

by