Teams fundur

Var smá stressaður svo ég ákvað að standa upp, og hækkaði skrifborðið í fyrsta skipti í marga mánuði. Borðið var enn að lyftast þegar ég opnaði munninn til að segja eitthvað voða merkilegt. Skyndilega slökknaði á netinu, skjánum, heyrnartólunum. Skrifborðið hætti að lyftast.

Skreið í ofboði undir borð til að setja fjöltengið aftur í samband. Stóð upp og fiktaði örvæntingarfullur í öllu í heila eilífð – AF HVERJU VIRKAR FOKKINGS MÚSIN EKKI ENNÞÁ?

Andaði léttar þegar ég heyrði loksins raddir hinna á fundinum, þó það væri úr hátölurum fartölvunnar en ekki heyrnartólunum. Ýtti á unmute, dró djúpt andann og reyndi að muna hvern fjandann ég ætlaði aftur að segja…

Allir: „Bless og takk!!“


Posted

in

by