Öryggi

Þegar þú vaknar og það er ekkert rafmagn á húsinu og þú fiktar þig áfram í rafmagnstöflunni þar til bara tvö öryggi eru úti og ísskápurinn og frystiskápurinn og hinn frystiskápurinn úti og reynir í ofboði að finna rafvirkja á laugardagsmorgni og ert kominn með kvíðahnút af því að kannski er lekaliðinn farinn og þú ferð á hausinn við að láta laga það og ísinn bráðnar á meðan og þú stendur úti og hefur áhyggjur og hitar vatn á pínulitlum prímus til að fá amk kaffi en svo eftir nokkra klukkutíma kemur indæll sjötugur karl sem dundar heillengi og talar um tíðnisvið og reddar á endanum öllu með því að aftengja útiljósin á pallinum sem þú ert bara dauðfeginn að losna við því þau fóru kossumer í pirrurnar á þér og slógu reglulega út og rukkar bara smáaura fyrir og þú færð spennufall og ferð næstum að skæla


Posted

in

by