minning

Heimasíminn hringdi fyrir milljón árum:

Rödd, á ensku: „Er Christian við?“

Ég: „Neee, enginn Christian hér“

R: „Ertu viss?“

É: „Öööö, jaaá … frekar?“

R: „Er það ekki sonur þinn?“

É: „Neee“

R: „Hvað heitir þú?“

É: „siggi mús“

R: „Ekki Christian?“

É: „Neibbs“

R: „Hvaða númer er þetta?“

É: *segi númer*

R: „Það er númerið sem Christian gaf mér!!!!“

É: „Nú?“

R: „Af hverju lét hann mig fá þetta númer ef hann býr ekki þarna?“

É: „Tjah, ég veit ekki hvað gengur á í hausnum á Christian…“

R: „Hvar býrðu?“

É: „Þorfinnsgötu bleble“

R: „Já, hann býr einmitt í næsta húsi!“

É: „Jahá!“

R: „Já, þetta er beint á móti spítalanum!!“

É: „Tja, ekki alveg beint…“

R: „Jú, þetta er beint á móti spítalanum!! Þekkirðu ekki Christian?“

É: „Nei, ekki frekar en rétt áðan“

R: „Þekkirðu ekki nágranna þinn?“

É: „Nei, ég þekki ekki nágranna minn“

R: „En af hverju er Christian að láta mig fá númerið hjá nágranna sínum ef hann þekkir þig ekki?“

É: „Kannski væri betra að spyrja Christian að því..?“

R: „Heyrðu, ég prófa kannski að hringja í *segir símanúmerið mitt* og spyrja eftir Christian!“

É: „Gerðu það endilega“


Posted

in

by

Comments

Leave a Reply