
Nýbyrjaður í markaðsdeild fyrirtækis. Fékk bréf frá frkvstj. til yfirlestrar. Lagaði innsláttarvillur — og tvö bil eftir punkta — sendi til baka. Eftir tvær mínútur hringir borðsíminn eins og erindið sé áríðandi.
Frkvstj, hvass: „Við skulum hafa það á hreinu góði minn að ég er yfir-prófarkalesari fyrirtækisins !“ „Svona eru bara reglurnar !“ bætti hann við, „Það eiga að vera tvö bil á eftir punkti !“
Skömmu seinna sagðist hann vilja hafa bil fyrir framan spurninga- og upphrópunarmerki: „Mér finnst það fallegra þannig.“ Bætti svo við: „Spurninga- og upphrópunarmerkið er auðvitað ekki bara fyrir síðasta orðið í setningunni, heldur alla setninguna !?!“
Hann kunni ekki að meta durg, svo ég spurði aldrei hvort punktar og kommur væru „bara fyrir síðasta orðið í setningunni.“
Óforbetranlegur besserwisser. Sem þýðir að þessa dagana situr hann, skrifar lesendabréf í Moggann og þrætir við tölvuna: „Heyrðu góða ! ÉG er yfir-prófarkalesari á þessu heimili ! Þú segir mér ekki fyrir verkum !“