Hakk

Eftir að hafa unnið hjá hugbúnaðarfyrirtæki í 10 var ég að taka þátt í mínu fyrsta hakkaþoni. Ég hafði smá áhyggjur af því að ég hefði kannski ekki mikið fram að færa, verandi aumur tæknihöfundur.

En ég var settur í að vinna í kynningunni! Ú já, hugsaði ég stoltur og belgdi út kassann — ef það er eitthvað sem ég kann og get, þá er það að skrifa!

Ég skrifaði eins og vindurinn, nema ég skildi eftir nokkur smáatriði hér og þar, sem ég ætlaði að bera undir verkefnastjórann í hópnum.

Ég: Best að fara og fá verkefnastjórann til að hjálpa mér að loka þessu

Tölva: *ping! You have mail!* „Tillaga að kynningu“

Verkefnastjórinn var semsagt búinn að gera kynningu sem var átján skrilljón sinnum betri en það sem ég var ekki einu sinni hálfnaður með.

Ég lúslas kynninguna í leit að einhverju til að setja út á, bæta eða breyta… Nema hvað, áhyggjur mínar af því að hafa ekkert fram að færa voru óþarfar. Ég lagði til mjög mikilvægt vaff sem vantaði í nafnið hans Tryggva á fremstu glærunni ?


Posted

in

by