Orðabók

Albertsk-íslensk orðabók fyrir þá sem mögulega þurfa að umgangast son minn:

  • krakkút – traktor
  • kakk – takk. dæmi: „kakk fi mi“
  • Ambett – Albert. dæmi: „nei! é, Ambett!“
  • mlókk – mjólk. dæmi: „Ambett fá serús me mlókk“
  • amma lída! – afmæli/ afmæli í dag. alltaf sagt ef einhver er með kórónu og aðeins þá
  • klatt úti – eitthvað er kalt. ekki endilega úti
  • póst! – stopp! dæmi: „póstaðu pabbi! bíllinn koma!“
  • júpúp – youtube / ipadinn er batteríslaus. dæmi: „pabbi, bílað júpúp æpaddinn!“

Uppfært, því þessu má ekki gleyma:

  • renniblaut – rennibraut eða rennblaut, fer eftir aðstæðum

2. bindi

  • pening – lykill. dæmi: „má fá pening“ (má ég fá lykilinn?)
  • ítar – gítar
  • Possasei – Hvolpasveit
  • tondisor – televisor (sjónvarp á lettnesku). Dæmi: „Horra Possasei tondisor“

Posted

in

by