Telma fékk að koma með mér í vinnuna, sem er mikið fagnaðarefni því hún var búin að heyra miklar sögur af ævintýrunum sem þar gerast – heitt kakó og klemmubrauð eins og þú getur í þig látið! Svo er hægt að spila fúsball.

Henni fór að leiðast svo ég setti á hana heyrnartól svo hún gæti hlustað á tónlist í símanum mínum án þess að trufla aðra. ?

Nú situr hún og syngur hástöfum: ?„Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa! ef þú getur ekki klappað, reyndu þá að stappa“ ?meðan ég geng áhyggjufullur um og spyr vinnufélagana hvort þau séu ekki örugglega með heyrnartól sjálf ? „Við erum fuglar sem að flögra um! Við finnum alltaf það sem okkur vantar“ ?


Posted

in

by

Comments

Leave a Reply