Stuttermabolur

Ég byrjaði að vinna hér í febrúar 2009. Ég man mjög vel að fyrsta eða annan miðvikudaginn sem ég vann var ofboðslega kalt – snjór og hálka. Ég man líka mjög vel að þegar ég kom hikandi og feiminn inn í matsal í hádeginu voru mjög margir í flís- og lopapeysum, og sumir þeirra börðu sér til hita. En það sem ég man best er að það voru líka nokkrir sem sátu þar á stuttermabolum og það stóð upp af þeim gufan – bókstaflega. Þau voru víst að koma úr sjósundi

Í dag, rétt tæpum 7 árum síðar, var ég á stuttermabol í hádeginu


Posted

in

by