Karl faðir minn er níræður í dag. Hefur lifað tímana tvenna. Það verður að segjast að lífshlaup okkar hefur verið frekar ólíkt. Hann var bóndi og þurfti að hafa aðeins fyrir hlutunum, á meðan ég sit við tölvu allan daginn og finnst sú nýliðna raun mín að vera án snjallsímans í viku vera efni í epíska píslarsögu.
Eitt er þó líkt með okkur feðgum; við vorum engin unglömb þegar við eignuðumst börn. Þegar ég átti stelpurnar var ég meðvitaður um að ég væri á svipuðu reki og pabbi hefði verið þegar hann átti systur mínar, en í tilefni dagsins datt mér í hug að reikna…
Þegar Sandra fæddist var ég 41 degi yngri en pabbi var þegar Svava fæddist.
Þegar Telma fæddist var ég 58 dögum yngri en pabbi var þegar Harpa fæddist.
Spúkí sjitt, eins og þar stendur
Leave a Reply