Skutlaði Söndru í afmæli rétt í þessu, og á leiðinni heim virti ég fyrir mér eyðilegginguna sem veðurhamurinn hefur valdið. þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hversu svakalegt þetta hafði verið. Þarna lá yfirbreiðsla af kerru eins og hráviði í alsaklausum runna og mér varð hugsað til kerrunnar sem nú stendur einhversstaðar, alein og óvarin
Því langar mig að spyrja hvort ekki sé eitthvað sem við getum gert fyrir fólk á þeim svæðum sem verst urðu úti. hvað vantar ykkur mest? Mat? Hlý föt? Hreint Vatn? Rafmagn? Fötur?