Tag: Sandra
-
Krít
Neisko, sé að krakkarnir hafa farið með krítar út á pallinn. Hvað ætli þau…
-
Hvor er
Skoraði á Söndru að teikna af mér mynd og að sjálfsögðu greip hún tækifærið til að níðast á gömlum sólbrenndum manni og hafði mig rauðan eins og humar. En stóra spurningin er: Getur þú séð hvor er hvað? Would the real sunburnt siggimus please stand up!
-
Perlan
Frá Ance: Jebb. Þetta voru börnin mín. Öskrandi yfir alla Öskjuhlíðina niður úr Perlunni: „MAMMAAAA, MEGUM VIÐ FÁ ÍS???” á meðan ég var að tjilla með Húgó á túninu fyrir neðan. Seinna spurði ég þau um þessa villimanna hegðun og benti á það að pabbi var nú með þeim. „En hann var búinn að segja…
-
Loforð
Þegar börnin innheimta löngu gleymt loforð
-
Ber augu
Pabbi: „Ég sá það með berum augum!“ Öll börnin: ?? Albert: „Eru augun þá ekki í buxum og húfu?“
-
Ró
Stundum róar Sandra sig með því að teikna eitthvað…
-
Uppáhalds lagið
Allir hlusta á tónlist saman Sandra: „Ómægad! Ég var alltaf að hlusta á þetta! Þetta var uppáhalds lagið mitt þegar ég var svona fjögurra eða fimm ára“ Albert: „Þetta er líka uppáhalds lagið mitt þegar ég er núna!“
-
Segja ljótt
Pabbi: „Hvaða lag heldurðu að vinni í kvöld?“ Sandra: „Reykjavíkurdætur“ Albert: „En þær segja ljótt!“ Pa: A: „Bits!“
-
Covidle
Skýringar:
-
Að stilla vekjarann
Sandra: „Pabbi, kanntu að stilla vekjarann minn!?!“ Pabbi: *brettir upp ermar, gúgglar, finnur og lúsles manúal fyrir flotta nettengda snjallvekjarann. fiktar* P, klukkutíma síðar: „Ég stillti vekjarann á korter í sjö. … En öööö hérna, mögulega hringir hann aftur klukkan sjö og svo líka klukkan átta…“ …tveimur dögum síðar Sandra: „Ok Google – set alarm“…
-
Hundaskítur
Það var farið að dimma í gærkvöldi þegar Sandra kom með okkur Húgó. Við erum komin kannski 50 metra þegar hún hleypur upp á litinn hól, stoppar og lítur niður: „Fokk! Ég steig í hundaskít!“ Pabbi: *reynir að sjá barnið í myrkrinu* „Andskotinn! Hvernig fórstu að þessu?!?“ Sandra: *lyftir fætinum, kíkir undir, grettir sig* P:…
-
Pabbi: *býst til að vaska upp* Skyndilega heyrist skaðræðisöskur Sandra ryðst inn í eldhús: „ÞETTA ER EKKI BÚIÐ!“