„Ég á fimm peninga!“

„Ég á fimm peninga!“
Þegar þú heldur að uppeldi dætranna (5 & 6 ára) gangi bara þokkalega en kemur svo að þeim að syngja Nei nei nei nei nei nei nei
Jæja, hvað eru margar mínútur þar til leikskólarnir og skólarnir opna aftur?
Í Húsdýragarðinum í gær jós ég úr mínum hyldjúpa viskubrunni. Sandra hlustaði með athygli, en ætlaði ekki að samþykkja alveg hvað sem er.
Sandra: „Haaa? Eru kýr með FJÓRA maga?!“
Pabbi: „Jamm“
S: *Djúpt hugsi*
S: „Einn maga fyrir hvern spena?“
„Neinei pabbi minn, ég get alveg reimað sjálf!“
Ökum framhjá Krónunni.
Sandra: „Þessi búð er ekki opin alla daga“
Pabbi: „Haaa, jú, það stendur meira að segja“
S: „En þegar húsið verður gamalt og brotnar? Þá verður ekki opið!“
Pabbi leitar. „Æ, hvar er húfan hans Alberts?“
Sandra: „Hvar settirðu hana?“
P: *Muldrar blótsyrði*
Sandra: „Pabbi…“ *fliss* „Hvað þýðir ædónó?“ *meira fliss*
Pabbi: „Ég veit það ekki!“
*Hlátrasköll*
S: „Pabbi kjáni! Veistu ekki hvað ædónó þýðir?!?“
„Vó!? Hvernig fórstu að þessu?“
Sex ára barn sér bíl opnaðan með lykli í fyrsta sinn
Í bíl.
Sandra: „Þarna er dáið fólk gróðursett“
Pabbi: „Hvað sagðirðu?!?“
Sandra: *Bendir á Gufuneskirkjugarð*
Ég skynja smá óánægju með matseðilinn á heimilinu
Telma og Sandra (5 & 6) voru að sammælast um að þær væru vinstelpur, því þær væru sko alls engar konur