„Pabbi, viltu taka mynd og setja í internetið?“

“Daddy, could you please take a picture and put on the internet?”
„Pabbi, viltu taka mynd og setja í internetið?“
“Daddy, could you please take a picture and put on the internet?”
Pabbi: „Komust börnin í símann?“
Mamma: „Veit ekki. Af hverju heldurðu það?“
P: „Æ, bara hugboð“
Þegar dóttir þín hjólar hraðar en myndavélin í símanum ræður við
Pabbi: „Bla bla bla bla… æi, hvað ætlaði ég aftur að segja?“
Hjálplegt barn: „Á hvaða staf byrjar það?“
Sandra: „Pabbi, má ég mála mig sjálf með andlitsmálningu?“
Pabbi: *yppir öxlum* „Tja, af hverju ekki?“
Þegar dæturnar hafa ekkert vakið þig alla nóttina og þú ert að spá í að athuga hvort þær séu enn með púls, en það bara svooooo gott prófa 1x að sofa
„Þetta er ekki nashyrningsrisaeðla! Þetta er þríhyrna!“
6 ára barn gargar á Kúlugúbbana
Í sjónvarpinu birtist Friðrik Dór með kassagítar og syngur Fröken Reykjavík.
Sandra: „Pabbi, er Friðrik Dór til í alvörunni?“
Pabbi: „Bla bla bla … þokkalega mikið… bla bla bla“
Úr næsta herbergi: „Heyrðirðu þetta?!? Pabbi sagði fokkalega!“
„Stundum ligg ég vakandi næstum alla nóttina“
-af óskeikulu tímaskyni 6 ára barna