Tag: life

  • Einhver að fá heilablóðfall

    Köttur gekk yfir lyklaborðið

    Dulmál fyrir fólk með hreinræktaða hunda

  • Bækur

    Einhver: „Og hvað gerir þú?“

    Ég: „Skrifa bækur sem enginn les“

  • Fundur

    Þegar fundur byrjar á Teams en tölvan er eitthvað hæg svo þú prófar að endurræsa Vivaldi vafrann, en það var greinilega ekki vandamálið því það tekur heila eilífð og svo byrjar Vivaldi allt í einu að spila tónlistarvideo úr einum glugganum, nema glugginn birtist ekki enn svo þú getur ekki pásað og nú heyrir þú tónlist og fund og svo byrjar viðtal að spilast í öðrum glugga og nú heyrir þú tónlist og viðtal og fund og það brakar í hausnum þínum en þú getur ekki pásað neitt af þessu af því tölvan er svo hæg

  • Svona upplifði fólk í Mið- og Austur-Evrópu seinni heimsstyrjöldina

  • Grill

    Þegar börnin þín grilla þig á teini

  • Perlan

    Frá Ance:

    Jebb. Þetta voru börnin mín. Öskrandi yfir alla Öskjuhlíðina niður úr Perlunni: „MAMMAAAA, MEGUM VIÐ FÁ ÍS???” á meðan ég var að tjilla með Húgó á túninu fyrir neðan.

    Seinna spurði ég þau um þessa villimanna hegðun og benti á það að pabbi var nú með þeim. „En hann var búinn að segja nei!“

    Villimennirnir börnin okkar að öskra og biðja um ís
  • Ég er hjá þér

    Albert gekk illa að sofna – í tjaldi inni í stofu

    Pabbi: „Þú þarft ekki að vera smeykur, ég er hérna hjá þér“

    Albert: „En ef ég sofna, hvernig veit ég hvort þú ert farinn?“


  • Loforð

    Þegar börnin innheimta löngu gleymt loforð

  • McArthur Wheeler

    Fyrir 27 árum og 1 degi fór McArthur Wheeler inn í tvo banka í Pittsburgh (hvorn í sínu lagi), miðaði byssu á gjaldkera og heimtaði peninga.

    En ólíkt öðrum bankaræningjum gerði hann enga tilraun til að fela á sér andlitið.

    Löggan dreifði upptökum úr eftirlitsmyndavélum, og var búin að góma hann seint sama kvöld.

    En McArthur trúði þessu ekki, gat ekki skilið hvernig þau hefðu fundið hann! „Já en ég var með djúsinn!!“

    Hann hafði semsagt verið að spögglera hvort hann gæti gert sig ósýnilegan með því að maka sig í ósýnilegu bleki. Og hvað skyldi vera hægt að nota sem ósýnilegt blek … jú, sítrónusafa!

    En okkar maður vildi vera viss, svo hann ákvað að nota vísindalegar aðferðir til að athuga hvort þetta stæðist: Hann juðaði sítrónusafa á andlitið og tók selfí (með Polaroid, þetta var fyrir 27 árum).

    Viti menn! Hann sást ekki á myndinni!

    Hann logsveið í augun undan safanum, en þetta virkaði greinilega!!

    Svo hann varð sér úti um byssu og skipulagði tvöfalt bankarán.

    (Enginn veit af hverju hann sást ekki á myndinni, en sennilega tókst honum að beina myndavélinni frá andlitinu á sér)

    Sálfræðingurinn David Dunning las frétt um þetta og í huga hans varð til tilgáta, sem hann ákvað að rannsaka ásamt nemanda sínum, Justin Kruger.

    Niðurstaðan: Þeim mun minni kunnáttu sem þú hefur á einhverju sviði, þeim mun meira ofmeturðu kunnáttu þína.

    Dömur mínar og herrar: The Dunning-Kruger effect!

    O jú, við þekkjum öll Dunning-Kruger, ha? Við erum alltaf að hitta einhverja vitleysinga sem eru svo vitlausir að þeir hafa ekki minnstu hugmynd um hvað þeir eru vitlausir!!


    Plot twist!!

    Dunning-Kruger effect er bógus:

  • Nýtt

    Verður reglulega hugsað til parsins sem gekk um IKEA, stoppaði svo, benti á eina uppstillinguna og sagði „Þetta er nýtt!“

  • Leiðbeiningar

    Ég vil þakka syni mínum, nær sex vetra, fyrir skorinorðar leiðbeiningar um hvernig „what the heck” skal borið fram