Tag: life

  • Þegar þú mætir með guttann í aðlögun á leikskóla og nýlegur starfsmaður, bekkjarsystir úr grunnskóla mælir guttann út, segir „Þú byrjaðir seint“ og fer að tala um ömmubörnin sín

  • Dökkklæddur maður með úfið hár situr þögull og hreyfingarlaus í rökkrinu með eyrun sperrt og bíður þess að 18 mánaða sonur sinn sofni. 5 mínútur. Ekkert hljóð. Skyndilega heyrist mikill skarkali; eldri systur drengsins eru með háreysti frammi. Út úr myrkrinu heyrist óánægjustuna og lágvært „usssssss!“

  • Sól

    „Sól sól skeina mig!“

  • Sjö ára stúlka við Boga Ágústsson: „Átta músagildrur?“ Pabbi hækkar í sjónvarpinu: „Ég held hann hafi sagt átta umsækjendur“

  • Fegurstu orð íslenskrar tungu eru „Boð um leikskóladvöl“

  • Salerni

    Dætur mínar hafa tvær stillingar þegar kemur að ferðum á salernið: Klósettið er laust: „Neinei, ég þarf aldrei aftur að fara á klósettið“ Ég er á klósettinu: „EF ÉG ÞARF AÐ BÍÐA MEIRA EN ÞRJÁR SEKÚNDUR DEY ÉG!!“

  • Bolli

    Nýtt ár, nýr kaffibolli

  • Ég ver hartnær 6% þess tíma sem ég er heima og vakandi í að vefja klósettpappír aftur upp á rúlluna

  • Þegar öll börnin eru vöknuð og komin fram kl 6.20 á aðfangadag

  • „Pabbi, mér er illt í hausverknum“

  • Svona líta hundrað þúsund milljón skrilljón silljón dilljón perlur út

  • Klukkan er 5.35 að morgni. Hálfsofandi faðir fylgir 5 ára dóttur á salernið. Situr á baðkarsbrún og reynir sem best hann getur að dotta ekki og velta ofan í baðkarið. „Pabbi ég er alltaf að reyna að smella puttunum en get það aldrei“