Tag: life

  • Fíll

  • Kominn hálfa leið í Kópavog þegar síminn drapst og með honum upplýsingar um áfangastað, leiðbeiningar um hvernig komast ætti þangað og leiðir til að láta vita eða biðja um hjálp. Mætti örfáum mínútum of seint Feeling:

  • ansans! mig langar í ost sem er 22% minni

  • Svona fyrir utan þetta klassíska — að setja smá matarlit og bera ýsuna fram bláa — hvaða trix er fólk að nota til að koma soðningu ofan í matvönd börn?

  • Skuggamynd

  • Torkennileg hljóð

    Rumskaði í morgun við einhver torkennileg hljóð. Um leið og ég áttaði mig á því að þetta væri líklega vekjari stökk ég fram úr rúminu og hljóp í ofboði til að athuga hvort börnin væru með púls

  • Lego

    þegar þú stígur á Legokubb fyrir framan börnin og segir ekki eitt einasta fokkings efforð

  • Batterí

    Batteríið í símanum mínum er ónýtt, dugar ekki í klukkutíma notkun. Barn missir símann í gólfið. Tek upp, skoða. „Ó nei, skjárinn er brotinn!“ 🙁 Skoða betur „Ó nei, skjárinn er ekki brotinn, þetta var bara hár!“ :'(

  • Hvernig stendur á þessari þöggun um að Lína hafi verið långfyrsti strumpurinn?

  • Batterí

    Þú veist að batteríið er að byrja að slappast þegar síminn slekkur á sér þegar batteríið er komið alla leið niður í … wait for it… … wait for it… … wait for it… 65%

  • S/o á gráhærða gaurinn sem dældi fullan tank á jepplinginn sinn í hríðinni í þunnum jakka og gallastuttbuxum

  • Fjarstýringarþjónustan ehf.

    Eftir nokkurra klukkutíma ítarlegar rannsóknir hef ég komist að því að það sé markaður fyrir Fjarstýringarþjónustuna: Þú hringir og fyrir litlar 44.900 kr. mætum við með fjarstýringu fyrir myndlykilinn þinn á innan við 30 mínútum