Tag: life

  • Baðdagur

    Aðeins að skola skítinn af liðinu

  • Tilraun

    Tilraun um að halda lífi í hitabylgju Ekki útséð um að það takist Kominn í 1,8 prómill skv þessu apparati

  • Ég, í maí: Af hverju er alltaf svona ömurlegt veður á Íslandi? Skítapleis! Líka ég, eftir 20 mínútur utandyra í 26°c hita og logni: Fleeeeeee, gnnnnngh, mig langar að deyja!

  • Missir

    Skemmtilegt töts að missa símann og það var ekki skjárinn sem brotnaði Uppfært, ÞREMUR FOKKINGS DÖGUM SÍÐAR: Tryði ég á forlögin væri ég nú bölvandi og ragnandi yfir því hafa storkað þeim

  • Heimsókn hjá ömmu

    Dagur 1: Mamma: „Stelpur, eruði búnar að borða?“ Ome/ amma: „Já, þær borðuðu hafragraut“ M: „En borðuðu þær eitthvað?“ O: „Jájá, ég sagði þið fáið ekki nammi fyrr en þið eruð búnar“

  • Auðvitað mundi ég að ég átti að byrja að taka andhistamín viku fyrir ferðina þegar ég heyrði suðið í fyrstu moskítóflugunni

  • Flugvellir

    Flugvellir: Vinsamlegast mætið 3 klst fyrir brottför Líka flugvellir: Já nei, við opnum ekki check in fyrr en 2 klst fyrir brottför Flugvellir: Tékkaðu þig inn á netinu Líka flugvellir: Já nei, þú þarft að fara í sömu röð og þeir sem eru ekki búnir að tékka inn

  • Sjálfbjarga

    Lífið er svo miklu auðveldara þegar börnin eru orðin stærri og meira sjálfbjarga þegar þau fá gubbupest

  • Rúsínu-

    Þegar fingrafaraskanninn á símanum virkar ekki af því þú ert með rúsínuputta eftir uppvask

  • Gagnslaus fróðleikur

    Gagnslaus fróðleikur dagsins: Á lettnesku heitir Auður Ava Ólafsdóttir Oidira Ava Olafsdotira PS: Upphaflega vildu lettnesk möppudýr að dætur okkar yrðu Sigirdirdoutira. Við jörmuðum og jörmuðum og möppudýrin samþykktu Sigurdardoutira með semingi Nú jörmum við enn. Viljum Sigurdardotira og vísum m.a. í að á forsíðu nýjustu bókar Yrsu Sigurðar stendur Irsa Sigurdardotira

  • Spá

    Í dag spáum við rigningu

  • F&S

    Ég er enn ekki alveg búinn að jafna mig á því þegar Stebbi, félagi minn, sem bjó í Sverige fyrir 10 árum sagðist vera að fara í líkamsræktarstöðina Friskis&Svettis