Tag: life
-
Langt síðan
Pabbi: „Var gaman í skólanum í dag útaf snjónum?“ Albert: „Nauts! Það er sko komið sumar!“ *hneykslaður* „Það var snjór í janúar, svo kom *telur með fingrunum og muldrar* og svo kemur snjór þegar er komið sumar!“ P: „Já það er soldið langt síðan snjóaði“ A: „Nei! Það er EKKI langt síðan snjóaði!“ *glottir svakalega*
-
Gleðileg jól!
-
Hringt
Pabbi: „Af hverju hringdir þú í mig í dag og skelltir strax á? Tvisvar?“ Sandra: „Æ, við vorum að leika okkur og sögðum Siri, call Thorunn uplysingastjori. Og Siri sagði Calling Faðir Minn og hringdi svo í þig“ Þær voru bara að bulla í sófanum, en síminn heyrði þetta úr 5 metra fjarlægð og hringdi…
-
Jákvæðar niðurstöður
Samkvæmt vísindalegri könnun eru það bara Telma og Bubbi (ósýnilegi vinurinn) sem nenna ekki í leik
-
Sleepover
Mamma: „Pabbi verður ekki heima í nótt. Hann er að fara á árshátíð og gistir annars staðar“ Barn: „Er pabbi að fara í sleepover?“
-
Þjóðdandar
Þjóðdandar eru bestu dandarnir
-
Fjarstýringin
Datt í gólfið í sjöhundruðtuttugastaogfyrsta skipti… En með ofurmannlegu dundi og þrjósku tókst gamla að klastra henni saman aftur
-
Ég skuldaði skref og þurfti að taka langan göngutúr með hundinn í kvöld. Ég er ekki að segja að það sé kalt, en ég finn ekki fyrir andlitinu á mér og man ekki hvað börnin mín heita
-
Hreint glas
Ég: *vaska upp glas* Barn: „Challenge accepted!“
-
Aldrei aftur
Rak augun í þetta þegar ég lagði bílnum fyrir utan vinnuna í morgun. Kvíði því að segja konunni að það ég geti aldrei aftur keyrt þennan bíl
-
Hlífðargleraugu
Svo lengi lærir sem lifir. Í gær vissi ég t.d. ekki að ég á að nota hlífðargleraugu þegar ég meðhöndla þvottaefni í duftformi
-
Enshittification
Fyrir 7-8 árum átti ég mjög erfitt með að ímynda mér heiminn án Facebook. Núna er það mun auðveldara, enda Fb svo gott sem ónýtt. Það birtast endalust sömu 5-10 póstarnir, helmingurinn auglýsingar. Yfir daginn bætast kannski 10-15 póstar við Þó ég sé með stillt á að sjá Most recent sé ég reglulega gamla pósta,…