Tag: life

  • Langt síðan

    Pabbi: „Var gaman í skólanum í dag útaf snjónum?“

    Albert: „Nauts! Það er sko komið sumar!“ *hneykslaður* „Það var snjór í janúar, svo kom *telur með fingrunum og muldrar* og svo kemur snjór þegar er komið sumar!“

    P: „Já það er soldið langt síðan snjóaði“

    A: „Nei! Það er EKKI langt síðan snjóaði!“ *glottir svakalega*

  • Hringt

    Pabbi: „Af hverju hringdir þú í mig í dag og skelltir strax á? Tvisvar?“

    Sandra: „Æ, við vorum að leika okkur og sögðum Siri, call Thorunn uplysingastjori. Og Siri sagði Calling Faðir Minn og hringdi svo í þig“


    Þær voru bara að bulla í sófanum, en síminn heyrði þetta úr 5 metra fjarlægð og hringdi

    PS: S/o á Randalín og Munda

  • Jákvæðar niðurstöður

    Samkvæmt vísindalegri könnun eru það bara Telma og Bubbi (ósýnilegi vinurinn) sem nenna ekki í leik

  • Sleepover

    Mamma: „Pabbi verður ekki heima í nótt. Hann er að fara á árshátíð og gistir annars staðar“

    Barn: „Er pabbi að fara í sleepover?“

  • Þjóðdandar

    Þjóðdandar eru bestu dandarnir

  • Fjarstýringin

    Datt í gólfið í sjöhundruðtuttugastaogfyrsta skipti…

    En með ofurmannlegu dundi og þrjósku tókst gamla að klastra henni saman aftur

  • Ég skuldaði skref og þurfti að taka langan göngutúr með hundinn í kvöld.

    Ég er ekki að segja að það sé kalt, en ég finn ekki fyrir andlitinu á mér og man ekki hvað börnin mín heita

  • Hreint glas

    Ég: *vaska upp glas*

    Barn: „Challenge accepted!“

  • Aldrei aftur

    Rak augun í þetta þegar ég lagði bílnum fyrir utan vinnuna í morgun.

    Kvíði því að segja konunni að það ég geti aldrei aftur keyrt þennan bíl

    90000
  • Hlífðargleraugu

    Svo lengi lærir sem lifir. Í gær vissi ég t.d. ekki að ég á að nota hlífðargleraugu þegar ég meðhöndla þvottaefni í duftformi

  • Enshittification

    Fyrir 7-8 árum átti ég mjög erfitt með að ímynda mér heiminn án Facebook. Núna er það mun auðveldara, enda Fb svo gott sem ónýtt. Það birtast endalust sömu 5-10 póstarnir, helmingurinn auglýsingar. Yfir daginn bætast kannski 10-15 póstar við

    Þó ég sé með stillt á að sjá Most recent sé ég reglulega gamla pósta, t.d. 3-4 daga gamlar fréttir um óveður í aðsigi.

    Rakst svo á grein(ar) um hvernig græðgi drepur þá sem komast í svona einokunaraðstöðu. Enshittification

    Cory Doctorow: Social Quitting

    Meira frá Cory Doctorow um sama efni:

    “Here is how platforms die: first, they are good to their users; then they abuse their users to make things better for their business customers; finally, they abuse those business customers to claw back all the value for themselves. Then, they die.”

    Cory Doctorow

    “Where others were cautious, Spotify was reckless. It bought popular podcasts and podcast networks, then severely enshittified their programs by locking them inside Spotify’s walled garden. Audience numbers plummeted, demoralizing podcast creators…”