Tag: life
-
Díll aldarinnar
Sandra og Telma suða um að fá að fara í sjoppu að kaupa nammi: „Pabbi, þú mátt eiga peninginn sem við fáum til baka!“
-
Spáið í að heita bara Þrándur — eins og það sé alvöru nafn
-
En hérna… áttu eitthvað fyrir Power Point?
-
ööööö, hvert snýr maður sér ef maður vill á gamals aldri nema þá frómu list að snýta sér? er námskeið eða kannski bara jútúb?
-
Þegar þú ert búinn að eyða 70 kúlum í reykskynjara og langar næstum pínulítið til að það kvikni í til að fá eitthvað fyrir peninginn
-
Það langversta við að vera fullorðinn karlmaður er að þurfa reglulega að fara í gegnum svona hrúgu og flokka svarta sokka, sem allir líta eins út — þar til þú stígur út úr húsi
-
Þegar ég skoða snörupúnkturis til að reyna að finna bestu orðin til að lýsa óhljóðunum sem heyrast þegar ég hósta koma helst til greina orðin hrygla, hrygluhljóð, hrygluhósti og snörgl Og nú er ég sannfærður um að ég muni deyja úr hryglu og/eða snörgli
-
17. sep. ’18: Ég: Hringi í verktaka, bið um tilboð í viðhald, líklega > 1,5 milljón. Verktaki: Það er form á vefnum hjá mér. Ég: Fylli út form 28. nóv. ’18: Verktaki: „Þetta gæti verið mögulegt með vori eða sumri.“ 4. mar. ’21: Ég: „Takk“
-
Þegar skalinn dugar ekki lengur: Gul viðvörun, appelsínugul, rauð, og…
-
Fyrir ketti
„Þú veist að þetta er fyrir ketti?“ sagði afgreiðslustúlkan við fólkið fyrir framan mig í röðinni í Krónunni Ég reyndi að flissa ekki
-
Ég hef tvisvar fengið tilkynningu um andlát náins ættingja í gegnum síma: afi hringdi vegna ömmu og systir mín þegar mamma dó. Var að fatta núna — 20 árum / 5 árum síðar — að í bæði skiptin kvaddi ég með „Takk fyrir að láta vita“
-
Stutt
Mjög stutt