Tag: life
-
Vinnufélagi fyrir nokkrum árum: „Hey! Ég verð í Andri á flandri í kvöld!“ Ég: „Ööö, hérna … þú veist að Andri Freyr talar aldrei við…“ *hmmm, hvaða orð er nú best að nota* „…eðlilegt fólk..?“
-
ÉG FÓR Á SJÁLFSAFGREIÐSLUKASSA Í HAGKAUPUM!! var bara með 5 hluti en fékk samt hjartsláttartruflanir og svitakast
-
Blu Ray spilari með magnara, 2 hátölurum og bassaboxi til sölu, fimm þúsund krónur (fimm hundruð ef þessi DVD diskur má fylgja með)
-
„Fjölskyldumynd“
Í gærkvöldi horfðu stelpurnar á „fjölskyldumyndina“ Sumarbörn á Rúv. Í kvöld ætlum við að reyna að finna eitthvað álíka skemmtilegt, t.d. að láta róna gera á þeim rótarfyllingu
-
Dótakassar
Börn elska að hvolfa úr dótakössum á gólfið, svo það eru tómir dótakassar um alla íbúð svo það sé fljótlegra að taka til þegar börnin hvolfa úr dótakössum á gólfið
-
Gleðileg…
-
Barnajól
-
Ég, andspænis símum, tölvum, prenturum, ljósritunarvélum og velflestum -öðrum græjum; „Bring it on, bitch!“ Ég þegar ég sé sjálfsafgreiðslukassa í Hagkaup eða Bónus: „Bah húmbúkk! Eigi kunnum vér svo gjörla að meta öll þessi nýmóðins apparöt“
-
Ég er búinn að fokka svo í algrímunum að instagram var að birta mér auglýsingu frá mua
-
sólgleraugu
Má nota sólgleraugu nú þegar daginn er tekið að lengja á ný?
-
Þegar þú ætlar að skrifa ævisöguna þína en sérð svo að það var einhver á undan þér
-
Þrjú börn: „Pabbi, megum við fá heitt kakó?!“ Pabbi: „Jájá. Ég var að kaupa nýja dós. Bara ekki setja allt of mikið“ 3b: „Vei! Við getum sko alveg sjálf!“ Pabbi: *lítur undan í 3 mínútur*