Tag: life

  • Gaur: „Gætirðu sagt okkur hvernig eru danskir fingravettlingar eru búnir til?“ Fingravettlingagerðarmaður: „Tja, ég veit ekki hvernig aðrir gera, en ég handsker þá“

  • Vinkona kom heim með dóttur minni í gær. Mikið fjör, brjáluð læti. Svo þegar aðeins var farið að róast sá stúlkan bíl keyra upp að húsinu. Hún rak up skaðræðisöskur, stökk upp og hljóp upp á efri hæðina, gargandi: „EKKI SEGJA PABBA HVAR ÉG EEEEEEEERR!!!!“

  • Klaki

    Þegar von er á gestum þarf að klakahreinsa. Það var bæði mun erfiðara og töluvert skemmtilegra en ég átti von á

  • 18 ára

    Vakandi til miðnættis yfir bjór & The sixth sense á RÚV. Líður bara eins og ég sé 18 ára aftur!

  • Í spássitúr

  • Bananar

    Kaupi einn banana: Étinn innan fimm mínútna frá því ég kem heim úr búðinni. 10 mínútur: „Meiri banana!“ Kaupi tvo banana: Étnir innan fimm mínútna frá því ég kem heim úr búðinni. 10 mínútur: „Meiri banana!“ Kaupi þrjá banana: Liggja ósnertir í þúsund ár.

  • Tengdapabbi skilur ekki nema stakt orð í íslensku, en ef hann skildi meira myndi hann líkast til stynja yfir kveinstöfum Jóns Baldvins og klaustursdóna og segja raunalega: „Þarna misstu þeir af frábæru tækifæri til að þegja!“

  • Telja upp’í sófa

    Feluleikur Barn öskrar leiðbeiningar: „Það verður að telja upp’í sófa!“ Pabbi, kankvís: „Hvernig telur þú upp í sófa? Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sófi?“ Pabbi: *veltist um af hlátri*

  • Oft hefur mig langað í kú, en aldrei eins og núna

  • Tækifæri

    Ég veit! Hvað segirðu um að nota tækifærið í ellefu gráðu frosti og fara með ótrúlega rúmgóðan en samt troðsmekkfullan bíl af rusli í Sorpu í dag?

  • Listi