Tag: life
-
Hmm?
-
The Unintended Benefits of Vaccines
“For decades, scientists have observed an extraordinarily positive side effect among children who receive the measles vaccine: Deaths from measles plummet among vaccinated children, and so do deaths from unrelated diseases like pneumonia and diarrhea.” https://www.npr.org/sections/goatsandsoda/2019/03/04/699328555/the-unintended-benefits-of-vaccines
-
Vorverkin
-
Veikur
Sosum eftir öðru að loksins þegar ég verð veikur er það sjúkdómur sem leggst nær eingöngu á leikskólabörn og klaufdýr
-
Frík
Þegar þú kemur út í bíl eftir að læknirinn staðfestir að þú, fullorðinn maðurinn — jafnvel miðaldra — sért með gin- og klaufaveiki og í útvarpinu hljómar Freak like me
-
Klunni
Ég veit að ég er alls ekki ekki handlaginn, jafnvel hálfgerður klunni, en mér finnst samt tú möts að fá gin- & klaufaveiki Þetta helvíti er eins og að vera með pappírsskurð á hverjum fingri og handfylli af glerbrotum í hvorum inniskó Það er eins og öllu sem ég kyngi hafi verið velt upp úr…
-
Hvaleyrarvatn
-
Smá veikindi
Að vera smá veikur heima: Kúra í sófanum og horfa á alla þá vitleysu sem þú vilt í sjónvarpinu. Að vera smá veikur heima með tvö smá veik börn: Ekkert pláss í sófanum og horfa á alla þá Hvolpasveit sem þau vilja í sjónvarpinu
-
Hef tveggja og hálfs árs son minn sterklega grunaðan um að laumast í myndbönd af Gunna Nelson þegar ég sé ekki til
-
Gamall
Nú orðið líður mér reglulega eins og ég sé gamall. (ég er auðvitað að verða gamall, en samt!). Mér finnst ég samt aldrei eins gamall og þegar hárgreiðsludama í miðjum klíðum spyr: „Viltu að ég snyrti augabrýrnar aðeins?“
-
„já, er þetta Instagram? ég held að algóryþminn hjá þér sé búinn að fá heilablóðfall; hann heldur að ég trúi á hindurvitni“
-
Ást er…
Verður reglulega hugsað um sjónvarpsþýðandann sem fannst góð hugmynd að þýða “Love is a four letter word” sem „Ást er fjögurra stafa orð“