Tag: life

  • Ég: *geng 6 kílómetra og ýti á undan mér barni í kerru* Heilsuúr: 17 skref! Hreyfðu þig, hlussan þín! Ég: *vaska upp í tíu mínútur* Heilsuúr: 1271 skref! Gaur! Svona á að gera þetta! Hér er medalía

  • En án endurskins sjáumst við bara þrisvar

  • *stíg inn í strætó* *tek upp síma* *reyni, reyni, reyni, reyni, aflæsi* *leita að strætó-appi* *hvað er ég eiginlega búinn að nota mörg öpp?!?* *finn* *nei bíddu, þetta er nýr miði! ég var með opinn miða* *hvar ertu, opni miði?* *nei, ekki þarna* *þarna!* *sýni* Vagnstjóri:

  • Vera

    6:54: *þrusk* Rumska. Opna augun. Það tekur smástund að aðlagast myrkrinu, en það mótar fyrir hreyfingarlausri veru úti á miðju gólfi Vera *hvíslar ofurlágt*: „Ég langar leika með bílinn“ Veran breytist hægt í Albert sem heldur á löggubíl 6:55: Vekjaraklukka: „Píp“

  • Þegar þú labbar í klukkutíma í rigningu í borg sem þú þekkir ekki vel til að spara kannski þrjú þúsund krónur og ákveður að taka strætó til baka með hjálp Google maps en svo fer strætóinn barasta ekkert leiðina sem hann á að fara Það er semsagt ekki 60 metra labb á hótelið frá strætóstoppistöðinni…

  • Þegar þú klippir táneglurnar á hótelherbergi og ert svo meðvirkur að þú eyðir 18 mínútum á hnjánum gólfinu að leita að þessari einu afklippu sem skaust í burtu til að setja hana í ruslið

  • Fyndið að fatta á leiðinni út af veitingahúsi í Vilnius að þú hafir verið þar áður — tuttugu árum áður

  • bekkur, gítar

  • Í öll þessi skipti sem ég hef séð facebook auglýsingar með svona bolum með fáránlega löngum, fáránlega spesifískum texta hef ég velt fyrir mér, hver í andskotanum myndi kaupa svona!?!? Nú veit ég það. Ég sá hann á dekkjaverkstæði í morgun

  • Android: “Time zone definitions updated. Restart device to install.” Ég: Hnuss! Einmitt það! Ég á ekki eftir að sjá neinn mun! Líka ég: *athuga hvort einhver er að horfa* Líka líka ég: *restarta símanum*

  • Les fyrir Telmu, býð henni góða nótt og sit svo aðeins hjá henni í þögn. *sjö mínútur* Telma: „Pabbi, af hverju færðu aldrei hiksta?“ Pabbi: „Ööööö, hvað meinarðu, ég fæ stundum hiksta!“ T, ásakandi: „Ég hef aldrei séð þig með hiksta!“

  • Fyrir >2.000 árum: Eratosþenes, með prik, rökhugsun og heila: „Hananú! Jörðin er hnöttótt!“ Í gær: Kjánaprik, með jútjúb og sannfæringu um að það sé gáfaðra en allir hinir: „Jörðin er flöt! Af ástæðum sem meika ekkert sens er verið að ljúga að okkur!“