Tag: life

  • Þegar þetta dugði ekki til að vinna jólapeysukeppnina í vinnunni fyrir fjórum árum hætti ég að taka þátt

    Dómaraskandall

  • Hakk

    Eftir að hafa unnið hjá hugbúnaðarfyrirtæki í 10 var ég að taka þátt í mínu fyrsta hakkaþoni. Ég hafði smá áhyggjur af því að ég hefði kannski ekki mikið fram að færa, verandi aumur tæknihöfundur.

    En ég var settur í að vinna í kynningunni! Ú já, hugsaði ég stoltur og belgdi út kassann — ef það er eitthvað sem ég kann og get, þá er það að skrifa!

    Ég skrifaði eins og vindurinn, nema ég skildi eftir nokkur smáatriði hér og þar, sem ég ætlaði að bera undir verkefnastjórann í hópnum.

    Ég: Best að fara og fá verkefnastjórann til að hjálpa mér að loka þessu

    Tölva: *ping! You have mail!* „Tillaga að kynningu“

    Verkefnastjórinn var semsagt búinn að gera kynningu sem var átján skrilljón sinnum betri en það sem ég var ekki einu sinni hálfnaður með.

    Ég lúslas kynninguna í leit að einhverju til að setja út á, bæta eða breyta… Nema hvað, áhyggjur mínar af því að hafa ekkert fram að færa voru óþarfar. Ég lagði til mjög mikilvægt vaff sem vantaði í nafnið hans Tryggva á fremstu glærunni ?

  • Fátt verra en þegar lítil börn byrja að gubba einmitt þegar maður er að bursta tennurnar. Svo liggur maður hálfsofandi alla nóttina með annað augað opið og 170 í púls og hrekkur upp með andfælum á sjö mínútna fresti ef einhver hóstar í 200 metra radíus


    Uppfært, 18. nóvember:
    …og nú taka við nokkrir sólarhringar á milli vonar og ótta um hvort þessi fjandi sé í alvörunni frá eða andstæðingurinn eigi enn tromp upp í erminni, bansettur

    Uppfært, 19. nóvember:
    Gubbupest 2: the reckoning
    0.30 Telma: ?
    0.35 Mamma: ?
    2.30 Sandra: ?
    ??????????
    4.30 Albert: „Hvað gerðist?“
    4.31 Pabbi: ??Bangsi lúrir ??
    4.52 A: „Endalaust kósí!“
    4.53 P: ??Bangsi lúrir ??
    8.10 P: ?
    (Albert er þriggja ára)

  • Grinch: *er í sjónvarpinu*

    Dóttir: „Pabbi, er jólasveinninn til í alvörunni?“

    Pabbi:

    D: „Eða eru það þú og mamma sem setja í skóinn?“

    Pabbi:

    Grinch: *gerir eitthvað fyndið*

    D: *hlær*

    Pabbi: *læðist í burtu*

  • Hjólatré

    Á Seyðisfirði rakst ég á þetta fína hjólatré

  • Ég: Kaupi alvöru sjónvarp

    *hálft ár*

    Líka ég: Fer í bústað með litlu sjónvarpi og engu HD:

  • „óboðnu gesti“?!? ? ?

  • Vetrarfrí

    Við: Hvernig væri að prófa að gera eins og eðlilega fólkið og fara eitthvað í vetrarfríinu?

    Líka við: Frábær hugmynd. Kannski fengum við hana soldið seint, en jú, frábær hugmynd!

    Þannig atvikaðist það að við ókum á Egilsstaði í vetrarveðri og appelsínugulri viðvörun í lok október

  • Farið út úr bænum í vetrarfríinu sögðu þau.

    Það verður gaman, sögðu þau


    Uppfært daginn eftir: Hefði getað sleppt þessu

    Stelpurnar eru búnar að moka öllum snjónum á pallinum fram og til baka svona fjórum sinnum

  • Það besta við að láta skoða bílinn í Tékklandi er að í sjónvarpinu rúllar Bob Ross og kennir okkur að mála