Tag: life

  • Gæsahúð

    Pabbi: *annars hugar* Sandra: „Það er svo oft sem ég fæ gæsahúð í augun!“ P: … P. „Nei!!?“

  • Built to Spill

    Hvernig í hártogandi andskotanum gat ég gleymt Built to Spill?

  • Sig?

  • Eða hittó

    Allt í einu mundi ég mjög skýrt eftir „eða hittó“ Þegar ég var lítill var þetta stytting á „eða hitt þó heldur“. Þú semsagt fjálglega lýstir skoðun þinni á einhverju: „Djö hvað er ógó gaman í skólanum!“ en snerir henni svo óforvarandis á hvolf: „…eða hittó!“ (les: Það er ekki ýkja gaman)

  • Bóndi

    Bóndi

  • Duolingo

    Duolingo

    Segðu mér að þú hafir verið atvinnulaus í þrjá mánuði og sért smá obsessive án þess að segja mér að þú hafir verið atvinnulaus í þrjá mánuði og sért smá obsessive

  • Ranghugmyndir

    Amerískir grínþættir á níunda og tíunda áratugnum gáfu mér miklar ranghugmyndir um hversu oft ég ætti eftir að hlaupa til og bjóða einhverjum að anda í bréfpoka þegar þau færu að ofanda í kvíðakasti

  • Afleiðingar

    Í gegnum tíðina hef ég verið varaður við hinum ýmsustu afleiðingum þess að eignast börn. En aldrei nokkurn tímann hefur svo mikið sem ein sála imprað á þeim möguleika að kvöld eitt gæti ég þurft að sitja stjarfur af þreytu að aðstoða barn við að teikna ættartré upp úr Gísla sögu Súrssonar

  • Óvænt símtal

    Síminn hringir. Sandra Bíddu, klukkan er 8.27! Skólinn er byrjaður?? Hún má ekkert vera í símanum!! Ætli hún sé nokkuð slösuð?!? Hún braut jú tönn fyrir stuttu Pabbi: *hjartað slær hraðar* „Hæ? Er allt í lagi?“ Sandra: „Pabbi, hvað gerirðu í vinnunni þinni?“

  • Nema í bandi

  • Minning

    Í maí 2001 hafði úkraínskur rithöfundur samband við mig á ICQ. Hann sagðist vera að skrifa skáldsögu þar sem fyrir kæmu englar, og bað mig að hjálpa sér því það kom aldrei annað til greina en að englarnir töluðu íslensku Auðvitað sagði ég já, en því miður heyrði ég ekki aftur í honum

  • 🙁

    When you’re down and outWhen you’re on the streetWhen evening falls so hardI will comfort youI’ll take your partOh, when darkness comesAnd pain is all around Like a bridge over troubled waterI will lay me downLike a bridge over troubled waterI will lay me down Bridge Over Troubled Water – Simon & Garfunkel And that…