Tag: life

  • Ég trúi ekki að ég þurfi að spyrja að þessu, en hvernig er best að losna við mús sem er komin inn (í leyfisleysi)?

  • Afsakið, en ég þarf aðeins að deyja (úr elli)

    Please excuse me, I have to go around the back and die from old age

    20 year old student listening to Pixies because "They remind me of when I was little because my grandparents always used to play them"

  • Á erfitt með að halda mér vakandi enda klukkan langt gengin í ellefu á sunnudagskvöldi eftir villta helgi þar sem ég vakti fram á miðnætti að horfa á maraþon

  • Veistu nokkuð um einhvern sem tekur að sér að kenna ungum hundum að liggja?

  • Jæja góði

  • Einmitt það sem vantaði kl 3.39 að nóttu til


    PS: Komst að því fyrir nokkrum vikum að það á sér eðlilega skýringu að reykskynjarar pípi frekar á nóttunni þegar rafhlaðan er að gefa sig!

    Hitastig! Rafhlöður gefa frá sér minni orku með lækkandi hita, og það er yfirleitt kaldara að nóttu til.

  • Ég fékk kæsta skötu í gær, sem þýðir að í dag er aðfangadagur jóla.

    Sorrý, ég sem ekki reglurnar

  • Hvað er þetta? Loftsteinn?

  • Grindhvalavaða

    Innst í Ísafirði

    Vinsamlegast afsakið hljóðið 🙁

  • 49

    Shoutout á gaurinn sem keypti 49 einnota Bónus plastpoka af því það á að banna að selja þá

  • Albert, fimm ára, sem hefur séð hluta af EM með öðru auganu: „Eru fótboltamenn alltaf með tattú?“

  • Hætta að hoppa

    Albert: Hoppar í sófanum. Dettur niður á gólf. Grætur ógurlega

    Pabbi: „Við erum alltaf að segja þér að hætta að hoppa í sófanum. Hvenær ætlarðu eiginlega að hætta?“

    A: ? „Ég skal segja ykkur, ég ætla að hætta eftir einn janúar!“

    Uppfært 4. janúar:

    Hann hætti ekki