Tag: jól
-
Telma: „Grillar mamma jólasveinana?“ Pabbi: „Haaa? Meinarðu til að borða þá?“ T: „Grýla er mamma jólasveinanna!“
-
Skór
„Jájá, þessi bók er ágæt, en það er samt svona sem á að nota skó sko!“
-
Desperat
Hvernig veit ég nákvæmlega hversu desperat fólkið var sem hringdi áðan og bað mig að leika jólasvein?
-
Horfum á jóladagatal Fimm ára barn: „Gerðist þetta í alvörunni?“ Ég: „Nei ástin mín, jólasveinninn er ekki til, hahaha!“ Börn: *gráta*
-
Piparkökuhús
Nei, það var ekki Albert sem gerði þetta piparkökuhús fyrir jólaföndrið í skólanum. Það voru vissulega efasemdir um hvort við ættum að setja húsið í keppnina, en Ance og stelpurnar ákváðu að slá til og fengu svo verðlaun fyrir athyglisverðasta húsið No, Albert wasn´t even near when Ance & girls made this gingerbread masterpiece for…
-
Þegar þú tékkar hvort þitt tré er enn á pallinum áður en þú þorir að flissa að trénu sem dansar um götuna í vindinum
-
2017
Þá er 2017 gengið í garð og hér í sveitinni byrjar það með látum! Albert útskrifaðist í gær úr stífum æfingabúðum þar sem farið var yfir grunnatriði þess að velta sér á kviðinn. Á ögurstundu, eftir að faðir hans hafði pískað hann áfram eins og pínulítinn kínverja í fimleikabúðum tókst honum loks að velta sér…
-
Gekk ég yfir snjó og land og hitti þar einn gamlan mann … Ég á heima á morgnana, morgnana, morgnana Sandra
-
svo klæðir maður börnin sín í jólagjafir og les jólagjafir fyrir þá.
-
Bestu jólagjafirnar í ár voru þessi fallega þríhyrna frá Söndru, 6 ára, og tvær flugbeittar tennur frá 5 mánaða Albert
-
Kl 6.10 Sandra: „Pabbi, vaknaðu! Hausinn datt af!“ Pabbi: „Haaa?“ S: „Hausinn á snjókarlinum datt af!“ …og þessvegna læturðu snjókarlinn ekki standa beint fyrir utan gluggann hjá börnunum og horfa inn
-
Er samfélagslega samþykkt að sötra afganginn af karamellunni úr brúnuðu kartöflunum með skeið?