Tag: jól

  • Lítið jólatré

    Albert kom með mér að kaupa jólatré. Á leið aftur að bílnum fann hann litla grein og hrópaði: „Lítið jólatré!“ /Took Albert to buy a Christmas tree. On the way back to the car, he found a little branch and shouted: “A tiny Christmas tree!!”

  • Það hefur sína kosti að búa eins og svín Klukkutíma eftir að krakkarnir fóru niður og kíktu í skóna var ekkert þeirra búið að taka eftir pokanum sem jólasveinninn virðist hafa gleymt á sófanum í nótt

  • Albert verður oft ánægður þegar hann kíkir í skóinn á morgnana, en aldrei eins og í morgun, þegar hann kíkti í skó foreldra sinna (sem hann setti sjálfur út í glugga í gærkvöldi) og fann þar pínulitla kartöflu í hvorum skó Hann hljóp inn í leikskólann í morgun og gargaði „Pabbi og mamma fengu kaltöflu…

  • Pabbi: „Albert, hvað viltu gefa systrum þínum í jólagjöf?“ Albert: „Blóm!“ … *hleypur og grípur kaktus* „Þetta blóm!“ A: „Nei, blóm er bara fyrir Telmu! Þetta er fyrir Söndru“ *kemur með tuskudýrs-hund sem er búinn að vera á heimilinu lengur en hann sjálfur* A: *nær í blað* „Hvernig skrifar mar glevi jól?“

  • Pabbi bardúsar í eldhúsinu Albert (4 ára), inni í stofu: „Pabbi! Hvernig á að skrifa jól?!“ P: „Joð…“ A: „Kva svo?“ P: „Ó! … Kanntu að gera..?“ A: „Kva svo?“ P: „Ell … Af hverju ertu að skri…“ Úr spjaldtölvunni berast jólalög

  • Albert (fjögurra ára): *raular* „Við vorum syngja lag í leikskólanum“ Pabbi: „Hvaða lag?“ A: „Æ, maniggi“ *fer og finnur símann hans pabba* P: „Á ég að hjálpa?“ A: „Skrifaðu jól!“ *bendir á leitargluggann í Spotify* P: „Ö … ok!“ *skrifar jól. opnar fyrsta jólalagalistann* A: *skrollar niður þrjár-fjórar skjálengdir og ýtir á lag* A: P:…

  • Tilgangur

    Þú vandar þig. Þú lest bækur. Þú fylgist með fólki sem gerir þetta vel. Þú talar við fólk sem gerir þetta vel. Þú reynir að læra af fólki sem gerir þetta vel. Þú reynir að læra af fólki sem gerir þetta illa. Þú liggur andvaka á nóttunni og hugsar um hvernig þú getur gert betur.…

  • Sandra: „Panda, kross, jólasveinahúfa, og jesúbarnið. Og jésúbarnið gerði snjókarl!“

  • Smáblóðmör?

    Þegar hvíta súkkulaðið lætur súkkulaðibitasmákökurnar líta út eins og blóðmör ?

  • Þurrt?

    Eiginkonan: „Finnst þér jólatréð ekki orðið soldið þurrt?“ Ég: „Nei, er það?” Kisan sem við erum að passa: *hnerrar* Jólatréð:

  • Ananas í dós

    Þetta voru semsagt jólin sem Sandra uppgötvaði ananas í dós

  • Það besta við þennan tíma árs er og verður spjallið við vinnufélagana um hver sé flinkastur að ljúga að börnunum sínum ?