Albert: „Stundum þegar maður er að tala við eikven, og hann heyrir ekki hvað maður er að segja, þá þarf maður að banka í hann og segja: „Halló! Er einhver heima!?““
Tag: íslenska
-
Baráttukveðjur
„Músi Knúsi neitaði að fara í sýnatöku áður en hann fór í langþráð frí: „Ég er mús. Þetta á ekki við.““ -
Veikur?
Í gær
Loksins þegar ég er búinn að læra að mæta ekki veikur í vinnuna þarf ég ekkert að „mæta“ — ég er allan daginn í vinnunni — vakna þar, borða morgunmat og öskra á krakkana
Nú þarf ég bara að læra hvenær ég er of veikur til að vinna ?
Í dag
Ok, ég er búinn að læra það. Núna. Núna er ég of veikur til að vinna.
Skrifaði hann á vinnutölvuna
-
Hnussandi Albert, veikur heima: „Hvernig getur nóttin LÆÐST inn?!?“
Nóttin læðist inn (eða hvað???!) -
Skviddgeim
Albert: „Skviddgeim er á ensku!“
Pabbi: „Mhm?“
A: „Á íslensku heitir skviddgeim Dimmalimm“
-
Hundaskítur
Það var farið að dimma í gærkvöldi þegar Sandra kom með okkur Húgó.
Við erum komin kannski 50 metra þegar hún hleypur upp á litinn hól, stoppar og lítur niður: „Fokk! Ég steig í hundaskít!“
Pabbi: *reynir að sjá barnið í myrkrinu* „Andskotinn! Hvernig fórstu að þessu?!?“
Sandra: *lyftir fætinum, kíkir undir, grettir sig*
P:
S: *strýkur fingrinum undir skóinn og skoðar mjög vel*
P: „HVAÐ ERTU AÐ GERA?“
S: *hnusar af, grettir sig, stingur fingrinum í munninn og sleikir*
P:
S: „Þetta er Nutella!“
Ég hef aldrei verið svona stoltur
-
Hreinlega aðdáunarvert hvað fisksalinn var fljótur að fara frá því að það væri farið að kólna aðeins yfir í að hann væri nú ekki mikið jólabarn og að pabbi sinn hefði hætt að drekka þegar hann var 13 ára
-
Hvernig skrifar maður kúkur?
Albert, sitjandi við tölvu: „Hvernig skrifar maður kúkur?“
Pabbi: ? „Af hverju ertu að skrifa kúkur??!?“
A: „Gúgúl!“
Eftir smástund athugaði ég hvernig gengi. Þá var hann búinn að finna Gúgúl og skrifa sneke io
-
Milljón króna hugmynd!
Jógúrtísinn Snjógúrt
-
Pabbi: *býst til að vaska upp*
Skyndilega heyrist skaðræðisöskur
Sandra ryðst inn í eldhús: „ÞETTA ER EKKI BÚIÐ!“
Nutella – ekki búið! -
Grettir
Rakst á einhvern sem heitir Grettir Sig á fb og þurfti að fara í kalda sturtu til að kommenta ekki „og bara hlær!“ við allt sem hann hefur nokkru sinni sett þar inn
-
Glaðningur
Af og til finn ég glaðning frá Albert þegar ég mæti í vinnuna