Tag: börnin

  • Börnin borða

    Sandra les: „„…og börnin borða sig“ … what?!?“

    Lítur á mig með angistarsvip og skilur ekki neitt.

    Flettir á næstu blaðsíðu og heldur áfram: „…södd.“

  • Pabbi: „Hvað eru árstíðirnar margar?“

    Telma, 5 ára: „Fjórar!“

    P: „Alveg rétt! Og hvað heita þær?“

    T: „Vor, sumar, haust og jól!“

  • Þegar þú heldur á ungabarni sem gubbar, en góð og vel staðsett bumba bjargar buxunum alveg

  • Stór stelpa

    Síðan pabbi átti afmæli í lok október hefur ung og ákveðin dama spurt nær daglega „Á ég afmæli á morgun?“ Viljinn til að verða stærri er svo sterkur að hún er löngu farin að missa tennur og byrjuð að lesa og skrifa smá. Hún nennir sko ekkert að bíða eftir einhverju dagatali.

    Eftir ítrekuð vonbrigði og fjölda nei-a var loksins hægt að svara henni játandi í gær. Frá og með deginum í dag er hún ekki lengur lítil og fjögurra ára, heldur STÓR FIMM ÁRA STELPA.

  • Sandra, 6 ára, kennir Telmu, 5 ára, að daba

  • Ekki matur

    Erum að æfa frumsamið lag fyrir næsta tíma í ungbarnasundi: „Kennarinn er ekki matur“

  • Sandra stuggar aðeins við Telmu á leið út um dyrnar.

    Telma, grátandi: „Það á ekki að hrinda fólki! Hún var að hrinda fólki!“

  • Æðislegar buxur

    Ég veit að það lítur út eins og Sandra haldi á ljósmynd af mér ískrandi af gleði yfir nýjum og æðislegum buxum, en (haldið ykkur fast!!) þetta er í raun og veru mynd sem Sandra teiknaði af mér ískrandi af gleði yfir nýjum og æðislegum buxum

    PS: Nei, ég er ekki að tromma á ístruna, ég er auðvitað að benda á þessar æðislegu buxur

    PSS: Nei, ég á ekki svona nýjar og æðislegar buxur í alvörunni 🙁

  • Göngutúr

    Við Albert rákumst fyrir tilviljun á Svövu frænku þar sem við vorum í göngutúr í Breiðholtinu í morgun. Albert tók ekki annað í mál en að bjóða henni að verða okkur samferða.

    Nema hvað, það var kalt en mjög fallegt veður

    Kalt en fallegt
  • 6 ára sýnir 5 ára hvernig á að nota brjóstapumpu

  • Að bíða eftir börnum í fimleikum er nógu slæmt án þess að það sé hræðileg lykt og ömurlegt netsamband


    Þetta er engin eff-orðs tilviljun! Stend við eff-orðs neyðarútgang og eff-orðs sambandið er ekkert eff-orðs skárra


    skemmtilegt nokk var tvít um þetta lélega netsamband rétt rúmar 10 mínútur að sendast

  • er eitthvað aumara en 6 mánaða gamalt barn með gubbupest?