
Sumar bollur eru ekkert verri þó þær séu orðnar 7 mánaða
Sumar bollur eru ekkert verri þó þær séu orðnar 7 mánaða
„Veistu, ég held það sé ekki alveg nóg að skrifa „Amma“ á bréfið til ömmu í Lettlandi“
Sandra: „Tómatsósu!“
Pabbi: „Nei, þú ert búin með matinn! … þú færð ekki eintóma tómatsósu!“
S: „Af hverju ekki?“
systur skipta góssi bróðurlega milli sín
Það eina sem er fallegra en sofandi ungabarn er sofandi ungabarn sem var búið að öskurgráta í 45 mínútur
Telma, tæpra fimm ára, les: „H-e-r-j-ó-l-f-u-r“
Stoppar, lítur á mig og brosir – „jól!!“
„Sko, mér til varnar var Albert [hálfs árs] orðinn pirraður áður en ég setti sundgleraugun á hann!“
Egill Helga: *er í sjónvarpinu*
Sandra. „Er þetta alvöru hár??!“
Pabbi: *reynir að flissa ekki*
S: “Þetta lítur út eins og frosið gras!“
Uppfært 9. júní 2017:
Haukur Hólm: *er í sjónvarpinu*
Sandra: „Pabbi, er þetta alvöru hár?“
Ég: „Sjáðu hvað er fyndið þegar ég skoppa þessum bolta á hausnum á hálfs árs syni okkar!“
Ance: „…“
Fiskur í raspi búinn.
Pabbi: „Nei, ástin mín, þú mátt ekki fá eintómt remúlaði!“
Barn: „En ég ætla líka að fá mér kartöflur!“
Hvað er krúttlegra en að bursta fyrstu tvær tennurnar í hálfs árs barni?
„Á ég að brýna þennan hníf fyrir þig?“
„Já takk. Gætirðu haft hann eins beittan og fyrstu tvær tennurnar í syni mínum?“