Tag: börnin

  • Sefur

  • Fjórir magar

    Í Húsdýragarðinum í gær jós ég úr mínum hyldjúpa viskubrunni. Sandra hlustaði með athygli, en ætlaði ekki að samþykkja alveg hvað sem er.

    Sandra: „Haaa? Eru kýr með FJÓRA maga?!“

    Pabbi: „Jamm“

    S: *Djúpt hugsi*

    S: „Einn maga fyrir hvern spena?“

  • Í Húsdýragarðinum

    „Stelpur, sjáiði hvað hesturinn er loðinn á fótunum! … og með stóran … stóran … hérna eigum við að koma í lestina?“

  • Spegill

    „Spegill, spegill, spegill, spegill, spegill, spegill!! Alltaf það sama aftur og aftur!“

    Telma, 5 ára, með hárbeittan ritdóm um Mjallhvíti

  • Hjartasteinn

    „Ég fann Hjartastein!“

  • Reima

    „Neinei pabbi minn, ég get alveg reimað sjálf!“

  • Á leikvellinum: „Viltu koma í drekkjaróluna?“

  • Ekki opin alla daga

    Ökum framhjá Krónunni.

    Sandra: „Þessi búð er ekki opin alla daga“

    Pabbi: „Haaa, jú, það stendur meira að segja“

    S: „En þegar húsið verður gamalt og brotnar? Þá verður ekki opið!“

  • Hvar er húfan?

    Pabbi leitar. „Æ, hvar er húfan hans Alberts?“

    Sandra: „Hvar settirðu hana?“

    P: *Muldrar blótsyrði*

  • Telma leggur á borð

    Platsagna á boðstólum. Telma, fimm ára, leggur á borð fyrir 4:

    • 4 diskar
    • 6 gafflar
    • 6 hnífar
    • 4 matskeiðar
    • 5 teskeiðar
  • Nota „flugvélina“ þegar ég gef Albert, 8 mánaða, að borða. Hann hefur hvorki séð né heyrt flugvél

  • Fiskur

    Jæja sonur sæll, nú lærir þú að borða fisk!

    … ósaltaðan og gufusoðinn

    Mín heitasta ósk er að einn daginn fyrirgefirðu mér