Af hverju er enginn dansskóli að kenna Hvolpasporið?
Tag: börnin
-
-
Piparkökuhús
Nei, það var ekki Albert sem gerði þetta piparkökuhús fyrir jólaföndrið í skólanum.
Það voru vissulega efasemdir um hvort við ættum að setja húsið í keppnina, en Ance og stelpurnar ákváðu að slá til og fengu svo verðlaun fyrir athyglisverðasta húsið
„Athyglisvert“ piparkökuhús No, Albert wasn´t even near when Ance & girls made this gingerbread masterpiece for school´s event.
There was a moment of doubt right before delivering it, but the will to participate took over and after all we got some award for the most adventurous piece of art. No regrets.
-
Pabbi: „Nei sko, sérðu tunglið! Er það ekki eins og einhver bókstafur?“
Albert, 5 ára
: „Nei!“
Pabbi: „Nú? Er það ekki eins og D?“
Albert
: „Nei! Það er ekkert gat!“
-
Rannsóknir sýna að jafnvel heimsklassa íþróttamenn hafa ekki úthald í að halda í við tveggja ára barn í heilan dag
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort vansvefta feitabolla á miðjum aldri á einhvern séns -
Albert (16 mán) við morgunverðarborðið. Höfuðið breytist í munn og það kemur eitt frekjulegt gaaaargh!
-
Þingvellir
Sandra, siggimus og Telma. Albert í kerru Snjór Sandra og Telma leita að Öxarárfossi Öxará Sól yfir Þingvallavatni Albert athugar hvort við misstum af einhverju Kiteskiing -
Börnin mín: Vekjum pabba sautján sinnum í nótt!
Líka börnin mín, kl 6.23: „Pabbi, hvenær kemur dagur?“
Líka líka börnin mín: „Ertu eitthvað þreyttur og pirraður í dag, pabbi?“
-
Að hengja upp þvott:
3-6 mín.
Að hengja upp þvott með dyggri aðstoð eins árs hjálparhellu:
30-60 mín.
-
Í gærkvöldi kom upp í umræðum að einu sinni hefðu fæðst áttburar.
Sandra í morgun: „Ef þú eignast átta börn, færðu þá átta brjóst?“
-
Ég við dætur mínar: (5 & 7 ára) „Úff! Ég held þið tvær séuð frekustu börn í heimi!“
Sonur (1,34 ára): „Heyrðu gamli, haltu aðeins á bjórnum mínum“
-
Húsið okkar og hestur og kanína
„Húsið okkar og hestur og kanína“ -
Þegar allir eiga erfiða nótt
ég í vinnunni að reyna að muna hvað ég heiti
(ekki að það skipti raskat máli)