Þegar þú kemur að syninum (18mán) maulandi eitthvað sem hann virðist hafa fundið á eldhúsgólfinu og reynir að rifja upp hvenær þú ryksugaðir síðast og reynir svo að muna hvaða ár er núna
Tag: börnin
-
-
siggi mús
siggi mús -
Bammbarammbarammbamm
Telma, nær 6 ára syngur: „Bammbarammbarammbamm þett’er hægt“
Pabbi: „Humm … á ekki að segja Bammbarammbarammbamm þett’er hann?“
Telma: „Nahauts, Bryndís og Margrét segja alltaf hægt! Og þú hefur sko aldrei heyrt þetta lag! Þú varst sko ekkert í útiveru í leikskólanum í dag!“
Nokkrum mínútum síðar er hún gapandi að horfa á textavideóið
siggimus taggar Hildi á twitter og hún svarar Jæja, @hihildur, hvernig svarar þú ásökunum þess efnis að þú hafir stolið Bammbarammbarammbamm af þeim Bryndísi og Margréti, sem sömdu lagið í útiveru í leikskólanum í gær? https://t.co/ApiIOGeJd7
— siggi mús (@siggimus) January 13, 2018 -
Emil
Emil Þegar þarf að sækja börnin snemma í skóla og leikskóla vegna veðurs er gott að horfa á smá Emil
-
Sjö ára stúlka við Boga Ágústsson: „Átta músagildrur?“
Pabbi hækkar í sjónvarpinu: „Ég held hann hafi sagt átta umsækjendur“
-
Þegar börnin fara allt of seint að sofa af því þú getur ekki hætt að lesa
-
Fegurstu orð íslenskrar tungu eru „Boð um leikskóladvöl“
-
Sandra og Telma hafa tvær stillingar þegar kemur að ferðum á prívatið:
Klósettið er laust:
– Neinei, ég þarf aldrei aftur að fara á klósettiðÉg er á klósettinu:
– EF ÉG ÞARF AÐ BÍÐA MEIRA EN ÞRJÁR SEKÚNDUR DEY ÉG!! -
Salerni
Dætur mínar hafa tvær stillingar þegar kemur að ferðum á salernið:
Klósettið er laust: „Neinei, ég þarf aldrei aftur að fara á klósettið“
Ég er á klósettinu: „EF ÉG ÞARF AÐ BÍÐA MEIRA EN ÞRJÁR SEKÚNDUR DEY ÉG!!“
-
„Hvar er regnhlífin, í Guðna bænum?!“
-
Má ég fá ís?
Sandra: „Pabbi, má ég fá ís?“
Pabbi: „Varstu ekki búin að spyrja mömmu þína? Hvað sagði hún?“
S: „Hún sagði nei“
P: „Og ég segi líka nei“
S: „Pabbi … þú átt ekki alltaf að herma eftir mömmu“
Barn: „Pabbi, má ég fá ís?“
— siggi mús (@siggimus) January 3, 2018
Pabbi: „Varstu ekki búin að spyrja mömmu þína? Hvað sagði hún?“
B: „Hún sagði nei“
P: „Og ég segi líka nei“
B: „Pabbi … þú átt ekki alltaf að herma eftir mömmu“#pabbatwitter -
Í sjónvarpinu birtist auglýsing fyrir Ófærð 2.
Sandra: „Pabbi, var verið að auglýsa eitthvað sem verður í sjónvarpinu eða bara að segja fólki að passa sig að drepa ekki fólk?“