Tag: börnin

  • Ekkert fær stöðvað

    „Ekkert fær stöðvað Prumpu-Söndru!“

    -7 ára dóttir mín, einmitt þegar ég hélt ég gæti ekki elskað börnin mín meira

  • Sandra veltist um gólfið af hlátri þegar Heimilistónar byrjuðu „Fyndnasta lag í heimi“

  • Píla: „Vá! Ég var mörg ár að læra þetta!“

    Hmmm, hvað eru þessir „hvolpar“ eiginlega gamlir?!?

  • Hvaða lag?

    Sandra: ??

    Telma: ??

    S: „Hvaða lag ertu að syngja?“

    T: „Sama og þú“

    S: ?

    T: „…en ég kann það ekki…“

  • Telma: „Pabbi, af hverju keyptirðu tannkrem sem er á bragðið eins og laukur?“

    Pabbi: „Ööööö … ég hérna … mamma þín keypti það!“

  • Barbíkaka

    Smá lettneskukennsla á fimmtudegi:

    • Lettneska orðið fyrir köku er kuka
    • Lettneska orðið fyrir kúk er kaka

    Ég sendi eiginkonunni einhverntíma mynd úr barnaafmæli. Vildi sýna henni hvað tertan væri flott.

    Skjalið hét barbiekaka.jpg

  • Hundrað

    „Eftir hundrað mínútur … nei, eftir hundrað daga verðum við … nei, eftir hundrað daga verður þú dáinn“

  • Aðlögun

    Þú veist að aðlögunin hjá barninu þínu gengur vel þegar öll börnin á leikskólanum nema eitt bíða í röð til að fá að leika við þig

  • Það er aksjúallí barn á leikskóla Alberts sem heitir Húbba!!

  • Þegar þú mætir með guttann í aðlögun á leikskóla og nýlegur starfsmaður, bekkjarsystir úr grunnskóla mælir guttann út, segir „Þú byrjaðir seint“ og fer að tala um ömmubörnin sín

  • Dökkklæddur maður með úfið hár situr þögull og hreyfingarlaus í rökkrinu með eyrun sperrt og bíður þess að 18 mánaða sonur sinn sofni.

    5 mínútur. Ekkert hljóð.

    Skyndilega heyrist mikill skarkali; eldri systur drengsins eru með háreysti frammi.

    Út úr myrkrinu heyrist óánægjustuna og lágvært „usssssss!“

  • Sól

    „Sól sól skeina mig!“