Tag: börnin

  • Verðlaun

    Þegar þú ert sjö ára og erfiðasta ákvörðun lífsins er hvaða verðlaun á að velja hjá tannlækninum

  • Ryksuga

    Eftir að ég keypti hljóðláta ryksugu grípur mig stundum nær óstjórnleg þörf fyrir að ryksuga eftir að öll fjölskyldan er sofnuð

  • Koja

    Það fylgir því mjög sérstök blanda af stolti, örvæntingu og uppgjöf að komast að því að 21 mánaða barn þitt er orðið nokkuð lunkið að klifra upp í efri kojuna

  • Kókómjólk

    „Veistu af hverju hann segir „Þú færð kraft úr kókómjólk“? Hann er að meina sykurinn”

    Sandra, sjö ára, með brennandi hot take á buffuðu kisuna

  • Draugasaga

    Sandra (7): „Ég er að skrifa draugasögu og hún er svo spúkí að ég varð sjálf hrædd!“

  • Páskaegg

    Gerðum páskaegg

  • Stubbur

    Að fylgjast með barni, tæpra tveggja vetra, reyna að fiska upp lítinn stubb af spaghettíi með bústnum fingrum er góð skemmtun

  • Senur úr leikritinu Börnin með í kirkju

    Sandra: „Verður þetta aldrei búið?“

    Áður en ég næ að svara byrjar forspilið og presturinn gengur inn í kirkjuna með fermingarbörnin.


    Aðstandendur standa upp til að ganga til altaris.

    Telma: „Erum við að fermast líka?“


    Undir lokin:

    Sandra: „Af hverju er aldrei klappað?“

  • Veikur

    Þegar þú ert svo veikur að þú nennir ekki einu sinni að snúa sænginni svo að tölurnar séu til fóta


    Þegar þú ert svo veikur að þú nennir ekki að ná í fjarstýringuna þó það séu komnir 2 þættir af Hvolpasveit síðan börnin fóru


    Þegar þú ert svo veikur að þú gengur 1.370 skref yfir daginn skv. apparati, þar af 1.300 til að sinna óforskömmuðum krakkaskröttum

  • Skeið

    Ef myndin prentast vel má sjá SKEIÐ.

    Þessi skeið er ætluð börnum Barbíjar, og ágæt til síns brúks, en það er 60% starf að passa að þetta helvíti týnist ekki eða endi í ryksugunni

  • Boðskort

    *ding dong!*

    *börn skríkja. tiplandi fætur*

    Einhver: „mumli mumli mumli muml“

    Börnin mín: „Pabbi minn er á klósettinu! Hann er að kúka!“

    Einhver: „Ööööö, allt í lagi. viltu gefa honum þetta boðskort“