Tag: börnin

  • „Hvað gerist nú?“

    „Ég fæ mér mat!“

    Only cool kids will understand

  • Freknur

    Stelpurnar voru að horfa á myndbandið fyrir B.O.B.A.

    Telma: „Er hann með freknur?“

    Sandra: „Hann er rauðhærður!“

    Telma: *kinkar kolli. bendir á Króla* „Allir sem eru með svona hár eru rauðhærðir“

  • Hvolpasveit

    Hef orðið fyrir miklum og sárum vonbrigðum með Hvolpasveit undanfarið. Viku eftir viku koma þættir um drauga, dreka, geimverur og nú einhverja fokkings hafhvolpa?

    Þessir þættir eru gersamlega að missa öll tengsl við raunveruleikann!

  • Grimmd heimsins

    Ungur maður uppgötvar að grimmd heimsins á sér engin takmörk.

    Öskurgrátandi því enginn vill fara með honum út að hjóla kl. 7.38 á laugardagsmorgni.

  • Draugahús

    Á ferð um Hvalfjörð benti dóttir mín á hús í niðurníðslu: „Þetta er draugahús!“

    *djúpt hugsi*

    „Ef maður fer inn í það breytist maður í draug!“

  • Peysur

    Yfir sjónvarpinu:

    Barn: „Hvar er þetta?“

    Pabbi: „Á Norðurpólnum!“

    Barn: *djúpt hugsi* „Hvað er hann í mörgum peysum?“

  • Vorverkin

  • Marmilaði

    „Pabbi, er hægt að gera marmilaði úr mannfólki?“

  • Palli

    Sex ára horfir á Palli var einn í heiminum: „Ef ég væri ein í heiminum myndi ég taka allt dót sem ég vil. En samt bursta tennurnar og sofa“

  • Pabbi!

    „Pabbi!“

    -naðra sem ég hef í 21 mánuð alið við brjóst mér og kallað son

  • Öskra eða hrósa

    Veit ekki hvort ég á að öskra á Söndru fyrir að skemma eldhúsborðið eða hrósa henni fyrir hvað þetta er flott

    Sandra teiknar á borð
  • Menntun

    Sandra sér til þess að börn Barbíjar fái menntun við hæfi

    Ég átti ekki eldspýtustokk svo græn baun sýnir stærðarhlutföll

    Við sjáum fram á stóraukinn hagvöxt nú þegar er kominn nýr gjaldmiðill