Ef þú átt barn á leikskóla í Reykjavík færðu svona tölvupóst á hverju sumri.
Ef þú átt tvö börn á leikskóla í Reykjavík færðu tvo svona tölvupósta á hverju sumri.

Ef þú átt barn á leikskóla í Reykjavík færðu svona tölvupóst á hverju sumri.
Ef þú átt tvö börn á leikskóla í Reykjavík færðu tvo svona tölvupósta á hverju sumri.
Það besta við daginn eftir að þú kemur heim úr sumarfríi er auðvitað að börnin eru enn á öðru tímabelti og vakna kl. 5 en ekki 8
Þegar veðrið er orðið svona er alveg eins hægt að koma bara heim
Það vantar spýtur og það vantar sög
Olga Guðrún – Það vantar spýtur (í útgáfu barnanna minna)
Það vantar málningu og fjögur lög!
Átta ára reynir að kenna mátulega móttækilegri sex ára „að spila tefl“
„Þegar kóngurinn þinn er dauður drepast allir úr þínu liði“
Reglurnar
„Ég kalla þennan skák af því að hann má bara fara á ská!“
Um biskup
„Af hverju hopparðu ekki yfir þennan hest?“
Bendir á peð
Hér búum við næstu daga
Börnin: „Eldhúsið er úti!“
Gjörið svo vel, hér er Hænulína í sjóræningjabúning
Albert ætlar ekki að missa af neinu
Pabbi: „Jú sko, mamma er með venjulegt kaffi, en pabbi er með espresso, sem er mjög sterkt og alltaf í svona pínulitlum bolla“
Dóttir: „Sterkara en tyggjóið hans afa?“
Í þessu tjaldi ætlar lítil hugrökk Telma að sofa í nótt. Hún hafði varla tíma til að kveðja foreldra sína áður en hún hljóp út, ásamt örlítið eldri frænku sinni og ömmu.
Á sama tíma situr Sandra og fléttar vinaband fyrir móður sína úr litlum gúmmíteygjum. Glaðvakandi og eldhress, enda svaf hún nær allan daginn til að jafna sig á því að gubba í gærkvöldi og nótt
Telma: „Ég veit af hverju ömmur og dáið fólk eru sett ofan í jörðina.“
Pabbi: „Nú? Af hverju er það?“
T: „Annars fyllist allt af dánu fólki og ömmum!“
Aðeins að skola skítinn af liðinu