jibbí

jibbí
Sandra segir tannlækninum frá skólanum: „Það var svona kynning og allir áttu að segja hvað þeir heita og hvað er uppáhalds maturinn þeirra.“
Tannsi: „Jahá! Og hvað er uppáhalds maturinn þinn?“
S, sem ég hélt ég gæti ekki elskað meira: „Steiktur laukur!“
Þegar aðstoðarmaðurinn tekur völdin
/when your assistant takes over your job
Auðvitað fer dimmerinn á jólaseríunum hjá Sámi upp í 11
Semsagt, öll símtöl eru myndsímtöl, en það er neyðarástand af því að lestarvagninn sem kemur með nýju (dans)útgáfuna af Hvolpasporinu fór út af teinunum
Telma fékk að koma með mér í vinnuna, sem er mikið fagnaðarefni því hún var búin að heyra miklar sögur af ævintýrunum sem þar gerast – heitt kakó og klemmubrauð eins og þú getur í þig látið! Svo er hægt að spila fúsball.
Henni fór að leiðast svo ég setti á hana heyrnartól svo hún gæti hlustað á tónlist í símanum mínum án þess að trufla aðra.
Nú situr hún og syngur hástöfum: „Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa! ef þú getur ekki klappað, reyndu þá að stappa“
meðan ég geng áhyggjufullur um og spyr vinnufélagana hvort þau séu ekki örugglega með heyrnartól sjálf
„Við erum fuglar sem að flögra um! Við finnum alltaf það sem okkur vantar“
með Ferðafélagi barnanna
Pabbi: „Jæja stelpur, hvað eigum við að gera skemmtilegt í dag?“
Stelpur: „Þú verður að velja eitt: Annað hvort að borða ís eða fara út í búð að kaupa tyggjó.“
Pabbi: „Jæja stelpur, hvað eigum við að gera skemmtilegt í dag?“
Sandra: „Þú verður að velja eitt: Annað hvort að borða ís eða fara út í búð að kaupa tyggjó.“
Krakkar, það eru litlu hlutirnir sem veita mesta hamingju!
Eftir að afplána mánuð heima með öllum yndislegu og dásamlegu börnunum mínum var ég rétt í þessu að kveikja á vekjaranum fyrir morgundaginn