Tag: börnin

  • Sex ára stúlka biður um brauð meðan pabbi eldar.

    Hún er ekki ánægð með svörin „Vildi að ég ætti heima hjá x. Ef mamma hennar segir nei þá suðar hún bara plís plís plís plís þangað til mamma hennar gefst upp og segir já“

  • Mánuði eftir flutninga finnur 6 ára stúlka kassa: „Hrmpff! Það stendur BAÐ á kassanum, en það er ekkert bað í honum!“

  • Þegar þið eruð algjörar ofurhetjur og dröslist upp að steini á Esjunni með þrjú börn, þar af eitt í burðarpoka og berjið ykkur eðlilega á brjóst og eruð í sjöunda himni en farið svo heim og eruð svo búin á því að það er kex í kvöldmatinn

  • Þegar þið eruð algjörar ofurhetjur og dröslist upp að steini á Esjunni með þrjú börn, þar af eitt í burðarpoka og berjið ykkur eðlilega á brjóst og eruð í sjöunda himni en farið svo heim og eruð svo búin á því að það er kex í kvöldmatinn

  • Esjan með börnunum

    Við misstum af því að fara með Ferðafélagi barnanna á Esjuna, svo við fórum bara seinna sjálf

    Börnin stóðu sig eins og hetjur

  • Snjór í Esjunni

    Pabbi: „Sérðu, snjór í Esjunni!“

    Telma (6) hugsi: „Af hverju bara efst?“

    P: „Það er kaldara hátt uppi“

    D: „Já en það er heitt uppi og kalt niðri“

    P: „Rétt hjá þér – heitt loft leitar upp! Það er samt kaldara uppi á fjalli en niðri“

    T: „Mér er kalt á tánum en heitt á búknum!“

  • Pabbi: „Varstu búinn að sjá að það er kominn snjór efst í Esjuna?“
    Telma (6 ára): „Jaháts pabbi! Fyrir löngu!“

    T hugsi: „Af hverju er bara snjór efst?“
    P: „Af því að það er kaldara svona hátt uppi“
    T: „Já en það er heitt uppi og kalt niðri“
    P: „Það er reyndar alveg rétt hjá þér – heitt loft leitar upp! En það er samt kaldara uppi á fjalli en niðri á jörðinni.“
    T: „Þegar ég er að labba úti er mér kalt á tánum en heitt á búknum“

  • Pabbi: „Já, og svo ætlar mamma að reyna að kaupa sona vílís skó fyrir ykkur í útlöndum“

    Sandra (8) öskrar af hlátri í kortér: „Vílís?! Pabbi kjáni! Það á að segja hílís“

  • Sixpakk

    „Pabbi, værir þú með sixpakk ef þú værir ekki með bumbu?“

  • Ástkær eiginkonan skrapp til útlanda í örfáa daga og skildi mig eftir aleinan með öll þrjú börnin.

    Nú er hálftími eftir og við síðustu talningu var ég nokkurn veginn á áætlun með eina markmiðið sem ég setti mér: Við eigum enn jafnmörg börn

  • Sonur minn, 25 mánaða, er töluvert sneggri en ég að opna jútjúb á símanum mínum

  • Sex ára les

    Pabbi: „Veistu hvað símaskrá er?“

    Telma: „Já, svona til að læra á síma!“