Tag: börnin

  • Skínasta stjarnan

    „Sérðu allar stjörnurnar pabbi!“ sagði Telma uppnumin og horfði beint upp í himininn. „Hver er skínasta stjarnan?“

    Við vorum sammála um að Venus hefði verið „skínasta“ stjarnan á himninum í morgun, og þess vegna væri hún óskastjarnan í dag.

    Stelpurnar horfðu á Venus og óskuðu sér í hljóði.

  • hver hvað hvenær hvað hví hvá

    (only the cool kids will understand)

  • Áhyggjur

    Þarf ég að hafa áhyggjur af drengnum?

  • Í hartnær tvo mánuði tókst mér ekki að fá gólfhitann til að flytja neinn hita í svefnherbergin tvö á efri hæðinni. Það varð oft soldið kalt, en slapp samt til, og verandi frestari par exelans hummaði ég það fram af mér — þangað til Albert varð veikur í kuldakastinu um daginn — þá réðist ég með blóti og formælingum á „flækjuna“ og djöflaðist í henni þangað til loksins eitthvað gerðist

    Nema hvað, Albert batnaði og kuldakastið breyttist í hlýindakast

    Í gærkvöldi sat ég á stuttermabol við opinn gluggann, las fyrir Albert fyrir svefninn og það bogaði af mér svitinn


  • Albert er bara tveggja ára, en veit þó nákvæmlega hvað hann vill. Hann lítur t.d. ekki við* hafrakexi nema það sé ostur báðum megin. Og svo verður líka að vera smjörklípa beggja vegna, svo osturinn tolli á


    * lítur ekki við = „öskrar þar til hann fær vilja sínum framgengt“

  • Ég var að aðstoða stelpurnar að gera klemmubrauð.

    „Geturðu sjálf náð í disk? Eða geturðu tekið einn fyrir þig og einn fyrir Söndru? Svo máttu líka ná í ost í ísskápnum.“

    Telma (4,5 ára) setur í brýrnar og lítur hneyksluð á föður sinn: „Pabbi! Ég er bara með tvær hendur!“

  • Líkar?

    Telma: „Erum við eitthvað líkar?“

    Sandra: „Nahhauts! Þú ert með síðara hár, þú ert sætari og þú ert með kremt nef“

    Telma: „Ég er líka með stærri rass!“

  • Nýr sófi?

    „Vá! Nýr sófi! Hvar keyptuð þið hann? Í Rúmfatalaginu?“

  • Afmælisplön

    Í gær eyddu stelpurnar heilmiklum tíma í að skipuleggja afmælið hennar Telmu, velja leiki til að fara í og ákveða hvaða lag ætti að nota í pakkaleiknum og Sandra ætlar að halda á símanum og snúa baki í krakkana til að verjast ásökunum um frændhygli og spillingu.

    Telma á afmæli 10. febrúar, sem er einmitt eftir 126 daga

  • ooooooog við erum komin með hljómsveit!

    /aaaaaand we have a full band!


    Restin af hljómsveitinni:

  • Gítar

    Þá er Telma komin með gítar og getur farið að æfa sig heima

  • Dóttir mín er algjör snillingur og þarf engan andskotans gjafapappír