Að fara í hangman með sex ára stúlku með gubbupest getur verið áhugavert: ískábur, fristiskápur, gubuskál, æla og rós (sem misritaðist óvart)




Að fara í hangman með sex ára stúlku með gubbupest getur verið áhugavert: ískábur, fristiskápur, gubuskál, æla og rós (sem misritaðist óvart)
Stelpurnar vöknuðu í nótt og voru klukkutíma að sofna aftur. Þær fóru í kapp niður til að kíkja, og byrjuðu strax að hnakkrífast og öskurgrenja
Efforðið, Stekkjastaur, fokkings efforðið á þig
„Ég gat þetta allt, nema ég veit ekki hvort þetta í miðjunni er hollt!“ Telma, sem verður sjö ára í febrúar og HEFUR ALDREI SÉÐ TOBLERONE
„Það ætti að kalla þetta Jólabandssælu í desember“
-Sandra, átta ára
Pabbi reynir að lesa Madditt fyrir háttinn.
Telma (næstum 7): „Pabbi, hvað ef fyrsta manneskjan sem fæddist var strákur?“
Pabbi: „Góð spurning! En hvernig fæddist fyrsta manneskjan?“
T: „Sko, fyrst var sandur, sem breyttist í stein og svo pöddu og svo mús og svo fisk og svo kom api og svo breyttist hann í mannfólk!“
Metnaðurinn í sögulegu lágmarki
Stelpurnar fá næstum aldrei tyggjó og finnst það merkilegra en gull.
Í morgun laumaði afi þeirra að þeim tyggjói þegar enginn sá til.
Rúmum tveimur tímum síðar er Telma ekki búin að fá sér morgunmat því hún tímir ekki að henda tyggjóinu
Hverjar eru líkurnar á að ég hafi óvart tekið aðeins of mikið af sýru?
Pabbi: „Sjáið stelpur hvað tunglið er stórt og fallegt, beint yfir Snæfellsjökli!“
Sandra: „Hvað er Snæfellsjökull margar Hallgrímskirkjur?“
P: „Veit ekki“
S: „En Everest?“
P, sem var á málabraut: „Ööööö, meira en hundrað!“
S: „Telma! Everest er meira en hundrað Hallgrímskirkjur!“
T *skilur ekkert* : „Everest er hundur!“
Í bíltúr barst talið að fjöllum og nöfnum á þeim.
Telma: „Ég veit hvað væri hægt að kalla brúnt fjall“
Pabbi: „Já? Hvað?“
T: „Hestur!“
P: „Eru allir hestar brúnir?“
T: „Já“
P: „Aaalveg allir?“
Sandra: „Ekki Diskó“
T: „Ekki heldur Móa“
P: „En allir hinir?“
T: „Ööööö … já?“
P: „En veistu, það er til fjall sem heitir Hestur!“
T: „Af hverju?“
P: „Ég veit ekki, kannski var það brúnt?“
[aths ritstj: Diskó og Móa voru hestar dætranna á reiðnámskeiði í sumar]
Gleymdi að það væri dótadagur á leikskólanum hjá pjakknum í dag
Nú veit ég hvernig kúk líður