Tag: börnin

  • Bananar

    Kaupi einn banana: Étinn innan fimm mínútna frá því ég kem heim úr búðinni. 10 mínútur: „Meiri banana!“

    Kaupi tvo banana: Étnir innan fimm mínútna frá því ég kem heim úr búðinni. 10 mínútur: „Meiri banana!“

    Kaupi þrjá banana: Liggja ósnertir í þúsund ár.

  • Telja upp’í sófa

    Feluleikur

    Barn öskrar leiðbeiningar: „Það verður að telja upp’í sófa!“

    Pabbi, kankvís: „Hvernig telur þú upp í sófa? Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sófi?“

    Pabbi: *veltist um af hlátri*

  • Febrúarlög

    Telma: „Pabbi megum við hlusta á jólalög?“

    Pabbi: „Jólalög?! ? En það er kominn febrúar!“

    T: „? … megum við þá hlusta á febrúarlög?“


    Ps: Ef börnin mín spyrja, þá er Gling-Gló febrúarlög

  • Eina mynd

    „Pabbi, lánaðu mér símann þinn, ég þarf að taka eina mynd!“

  • Albert galdrar að ljósin á bílnum blikka reglulega: „Fokkus pokkus“

  • Rúlla

    Albert hefur uppgötvað gleðina sem fylgir því að rúlla klósettpappír eftir gólfinu

  • Kúlugúbbar kenna yngri kynslóðinni að senda bréf, sem mun koma í góðar þarfir ef þau einhvern tíma fara aftur í tímann og þurfa bráðnauðsynlega aðstoð innan 2ja til 3ja vikna

  • Þú!

    „Pabbi, mig var að dreyma að það var kjúklingur sem labbaði til mín og sagði Góðan daginn.“ „Svo sagði hann Hvað er í matinn hjá þér? Og ég sagði Þú!“

  • Vinkona Telmu: „Rúsínur eru vínber! Þurrkuð vínber!“

    Telma: „Hvernig veistu? Ertu Ævar vísindamaður eða hvað?“


  • Telma þrætir við föður sinn: „Þú ert bara sjálf heyrnarlaus!“

    Pabbi: … ?

    T: „Ööö, þú ert bara sjálfUR heyrnarlaus…UR!“

  • Sími

    Þegar foreldrarnir eru skrýmsli og gefa þér engan snjallsíma þarf stúlka að bjarga sér

  • Meðan önnur börn horfa á ógeðsleg og kolsúr vídeó á jútjúb drekkur 8 ára dóttir mín í sig allskonar lifehack og howto vídeó eins og hún sé risastór svampur

    Svo sest hún við og býr til liti fyrir Barbí