Skrapp í Kolaportið með stelpunum. Kíktum á Tjörnina á eftir og enduðum á Bæjarins bestu
Kíktum svo á afa á leiðinni heim





Skrapp í Kolaportið með stelpunum. Kíktum á Tjörnina á eftir og enduðum á Bæjarins bestu
Kíktum svo á afa á leiðinni heim
Pabbi: „Var gaman í skólanum í dag útaf snjónum?“
Albert: „Nauts! Það er sko komið sumar!“ *hneykslaður* „Það var snjór í janúar, svo kom *telur með fingrunum og muldrar* og svo kemur snjór þegar er komið sumar!“
P: „Já það er soldið langt síðan snjóaði“
A: „Nei! Það er EKKI langt síðan snjóaði!“ *glottir svakalega*
Pabbi: „Af hverju hringdir þú í mig í dag og skelltir strax á? Tvisvar?“
Sandra: „Æ, við vorum að leika okkur og sögðum Siri, call Thorunn uplysingastjori. Og Siri sagði Calling Faðir Minn og hringdi svo í þig“
Þær voru bara að bulla í sófanum, en síminn heyrði þetta úr 5 metra fjarlægð og hringdi
PS: S/o á Randalín og Munda
Samkvæmt vísindalegri könnun eru það bara Telma og Bubbi (ósýnilegi vinurinn) sem nenna ekki í leik
Mamma: „Pabbi verður ekki heima í nótt. Hann er að fara á árshátíð og gistir annars staðar“
Barn: „Er pabbi að fara í sleepover?“
Teiknar sjálfan sig
Albert: „Pabbi, stundum segi ég: þú mátt alveg segja nei, en viltu koma í Roblox og þú gerir svona *stynur ógurlega* og segir samt já“
Pabbi: „Sko, stundum langar mig ekki mikið til að spila Roblox, en mig langar til að vera með þér“
Þegar Albert fær að nefna afleggjarana
Datt í gólfið í sjöhundruðtuttugastaogfyrsta skipti…
En með ofurmannlegu dundi og þrjósku tókst gamla að klastra henni saman aftur
Albert var að leika sér með bangsana sína.
Miðað við hamaganginn og lætin sem bárust úr stofunni var eitthvað voðalegt stríð í gangi.
Bangsi/ Albert: „You are seriously emotional damage!“
Pabbi reynir að spyrja um daginn, en Albert heyrir eitthvað ekki. Best að reyna eitthvað nýtt til að ná athygli…
Pabbi: „How was school today?“
Albert: „The teacher was … scamming me“
P: „Why was she scamming you?“
A: „Because I was … trufling annar bekkur“
Ég: *vaska upp glas*
Barn: „Challenge accepted!“