Tag: börnin

  • Fataviðgerðir

    Fataviðgerðir siggamuss ehf.

  • Sandra: „Má ég baka?“ Pabbi: „Jájá“ Albert: „Má ég hjálpa baka?!?“ S: „Æi nei, síðast borðaðirðu hveiti!“

  • Stundum

    Pjakkur safnar saman öllum stólum í húsinu. Pabbi: *sitjandi á gólfinu við tölvuna* „Æ!“ Pj: „Það er að koma æfing!“ (sýning) Pa: Pj: „Stundum viljið þið horfa, og stundum viljið þið ekki horfa“ Pa: „Já“ Pj: „Er núna stundum?“ Fimm mínútum síðar er „æfingin“ hafin, og pjakkurinn syngur frumsamið lag á einhverju sem gæti næstum…

  • Pabbi, sybbinn: „Bíddu, líta kettirnir út eins og hvolparnir?“ Sandra, stórlega hneyksluð: „Pabbi?!??!? Hvað ertu eiginlega búinn að horfa á marga þætti?“ P: „Það er semsagt dalmatíu-köttur?“ S:

  • Albert teiknaði Húgó

  • Pjakkur leikur sér Pj1: „Ó nei! Það brotnaðist“ Pj2: „Hvað brotnaðist? Pj1: „Brúin!“ Pj2: „Ó nei!“ Pabbi: *fliss* Pj: *reiður* „Sérðu þetta?“ *bendir á bók sem liggur á gólfi á milli hillu og sjónvarpsskáps* „Brúin brotnaðist og datt í sjóinn! Þetta er ekki fyndið!“

  • Dóttir: „Ég var að veifa þér eins og brjáluð í dag!“ Pabbi: „Nú?“ D: „Já, ég labbaði framhjá með bekknum. Ég sá hvað þú varst að gera í tölvunni!“ P: „Vinna?“ D: „Nei! Þú varst í meiköpp leik!“ P: *skömmustulegur* „Jedúddamía! Aldrei segja neinum í vinnunni minni!“

  • Pabbi: „Við ætlum að fara í bíltúr!“ Albert: „Vei!! Hvert?“ P: „Heimsækja leiðið hennar ömmu. Amma þín er dáin og hún er ofan í jörðinni“ A: „Á að setja dáið fólk oní holu?!?“ P: „Ööö, já, hvar á annars að setja þau?“ A: „…í ruslið?“

  • Telmu finnst hræðilega ósanngjarnt að Húgó hafi verið sofandi þegar hún kom heim úr skólanum, en vill vera alveg viss um að hann finni eitthvað til að leika með þegar hann vaknar /Telma thinks it’s terribly unfair that Hugo was asleep when she got home from school, but she wants to make sure he’ll find…

  • Hér eru allir dauðuppgefnir eftir langan dag, ekki síst þessi litli kútur, hann Húgó Hrói, sem virðist líka nýja heimilið ágætlega, þó það séu stundum soldil læti /everyone is dead tired here after a very long day, especially this little guy, who appears to approve of his new home, even if it gets a bit…

  • Albert: *vill ganga frá innkaupum í ísskápinn* Pabbi: *bendir á litlu tveggja þrepa tröppuna sem Albert notar sem stól* „Á ég að rétta þér tröppuna?“ A: *hleypur að stiganum sem liggur upp á efri hæð* „Tröppu? Þessa tröppu? Ætlarðu að rétta mér alla þessa tröppu?“

  • Barn les fyrir foreldri: „…og þar er mikið af selum, tje punktur dje punktur…“