Telma: „Fæddist ég um nótt?“
Pabbi: „Já“
Albert: *bendir á dótabíl* „Þessi fæddist í nóttinni. Hún var að sofa og þá fæddist hún!“
Telma: „Fæddist ég um nótt?“
Pabbi: „Já“
Albert: *bendir á dótabíl* „Þessi fæddist í nóttinni. Hún var að sofa og þá fæddist hún!“
Albert: „Má ég senda á leikskólann minn?“
Pabbi: „Öö, já já. Hvað viltu senda?“
Albert: „O, ell, sje, níu!“
… nokkrar mínútur …
Albert þóttist vera veikur og vildi mæla.
Hann er alveg sjálfbjarga með mælinn, stingur í eyrað og svo kemur píp: „Þrjátíu og sex!“
Seinna var mamma hans að vigta hvolpinn og Albert vildi líka.
Pabbi: „En þú varst að mæla í morgun!“
Albert: „Það var eyrað! Ég þarf líka að mæla tána!“
Albert, í Batman bol: „Ég fer á klósettið. Þið megið ekki leika með bílana. Þið leikið vitlaust!“
Pabbi: „Ég skal passa. Ef einhver kemur skal ég hringja í Batman“
A: *tekur heimasíma með*
…
A *úr fjarska*: „Pabbi! Ætlaru ekki að hringja í Batman?!!“
Telma: „Mig langar svo mikið að búa í Indlandi. ? … Nei, Japan!“
Pabbi: „Nú? Af hverju?“
T: „Bíddu, er það í Indlandi eða Japan sem má smjatta?“
Albert er kennari, 30 tuskudýr krakkar á leikskólanum hans
A: „Eftir viku er búningadagur“
Tuskudýr: …
A: „Hvað ætlar þú að vera, Kappi?“
Kappi: „Ég ætla að vera lögga“
A: „Hvað ætlar þú að vera, Köggur?“
Köggur: „Ég ætla að vera sjóveikur“
Pabbi og Albert eru kennarar, 30 tuskudýr krakkar.
A er hálfgerður harðstjóri, endalaust að benda á tuskudýrin og segja „Þetta er síðasti séns!“
P: *knúsar slasaða krakka* „Ég er knúsukennari!“
A: *fingur á lofti* „Ég er skammikennari!“
Albert, fjögurra ára, við móður sína: „Nú er ég reiður! Þú ert að bulla eins og pabbi!“
Albert: *bendir* „Má ég sleikja þennan poll?“
Pabbi: „Nei!!“
A: „Af hverju má Húgó?“
Kl. 07.30
Starfsdagur í leikskóla/ skóla? Vinna heima, einn með þrjú börn? Iss piss! Eftir leikskólaverkfall og lockdown síðasta vetur er ég fær í flestan sjó!
Kl. 8.30
Æ já, það var enginn hvolpur síðasta vetur
Kl. 10.30
Bíddu, þagnar drengurinn aldrei?
Kl. 13.30
Obbsíbobb, ég var búinn að gleyma þessum Teams fundi, en sem betur fer erum við bara tveir…
Kl. 13.34
Telma öskrandi eins og stunginn grís eftir að klemma höndina og Albert stunginn af með þráðlausu heyrnartólin að spjalla við Texas-búa á Teams
Sandra: „Pabbi má ég fá tyggjópakka?“
Pabbi: „Ne…“
S: „Ég lofa að setja hann ekki allan upp í mig í einu eins og í gær!“
Albert vill horfa á sjónvarp.
Pabbi fer í tímaflakk og finnur Hæ Sám síðan í morgun
A:
Svo klárast Hæ Sámur og Unnar og vinur byrja (Fanboy & Chum Chum).
A: „Þetta er ljótt fyrir mig! Ég vil ekki horfa þetta. En þetta er ekki ljótt fyrir ykkur! Þegar ég er farinn í leikskólann megið þið horfa á þetta!“