Pabbi: „Ég ætla út með Húgó. Er allt í lagi að þú sért einn niðri? Ef þú þarft hjálp við eitthvað geturðu bara náð í mömmu uppi“
Albert, fjögurra ára: „Ég geri bara sjálfur“
Pabbi: „Ég ætla út með Húgó. Er allt í lagi að þú sért einn niðri? Ef þú þarft hjálp við eitthvað geturðu bara náð í mömmu uppi“
Albert, fjögurra ára: „Ég geri bara sjálfur“
Albert, fjögurra ára: *bendir* „Hvað er þetta?“
Pabbi: „Stykkishólmur“
A: ? „Hvar er Afríka?“
Albert: „Pabbi, má ég fara æpadd?“
Pabbi: „Já, þú mátt vera í æpadd í þrjátíu mínútur! Ég stilli klukkuna og þú hættir þegar kemur píp, ok?“
A: „Tíminn byrjar núna?“
Pa: „Já“
A: „Ok, ekki trufla mik!“
Við horfum á Our Planet í dýrðlegu 4K
Pabbi fer að velta fyrir sér tönn náhvala, hvort þeir festist ekki stundum óvart.
Börnin: „Já, þeir festast stundum í ís…“
Pabbi: „Lærðuð þið um náhvali í skólanum?“
Börn: „Nei, í Hvolpasveit!“
Sandra, 10 ára, kemur heim úr skólanum: „Pabbi mér er illt!“
Pabbi: „Æ, ertu veik?“
S: „Við vorum í kynfræðslu í dag“
Góðu fréttirnar: Albert missti fyrstu tönnina!
Slæmu fréttirnar: Það gerðist í leikskólanum og tönnin finnst hvergi
Good news: Albert lost his first tooth today
Bad news: It happened in the kindergarten, and no one has seen the tooth since
Börnin skiptast á að velja lag í spjaldtölvunni
Fjögurra ára drengur: „Hvernig skrifar maður omaþingin?“
Fimm mínútum af spurningum og vangaveltum síðar:
Albert er búinn að uppgötva Emblu. Sest af og til niður og spyr hana einhvers eða bara spjallar…
Albert: „Veistu hver átti afmæli í dag?“
Pabbi: „Nei, hver?“
A: „Viltu giska? Það byrjar á Elísabe…“
Krakkarnir finna Áttuna og Nei nei aftur eftir langa og kærkomna hvíld
Albert: „Akkuru erún alltaf að segja nei?“
Albert: „Húgó er orðinn mjö gamall!“ *bendir á tæplega hálfs árs hvolp*
Pabbi: „Nú?“
A: „Sjáðu, hann er kominn með hvít hár!“ *bendir*
…wait for it…
A: „…alveg eins og þú!“
Albert: “Hugo is getting very old!” *points to puppy, almost six months old*
Dad: “Oh?”
A: “See! He has white hair” *points*
…wait for it…
A: “…just like you!”
Ég man nú ekki eftir að hafa skrifað þetta, en fyrst það er komið á listann verður ekki aftur snúið