Tag: börnin

  • Flatus lifir

    Keyrum framhjá Flatus lifir enn

    Albert: „Manstu að það var einusinni öðruvísi?“

    Pabbi: „Já, ég man. Manst þú að við sáum konuna mála það upp á nýtt?“

    A: ? „Hver gerði það fyrst?“

    P: „Veit ekki! Enginn veit!“

    A: „Jú! Sá sem gerði það veit! Pabbi þú ert stundum alveg ruglaður!“

  • Rigning

    Albert: „Sjáðu pabbi, það er rigning úti, en enginn vindur!“

    Pabbi: „Jaá?“

    A: „Manstu þegar við vorum í dýragarðinum og ég vildi kaupa regnhlíf en þú sagðir að það væri ekki hægt að nota regnhlíf á Íslandi því það væri alltaf svo mikið rok“


    Þetta var semsagt í gær og ég get enn ekki munað hvenær við vorum síðast í Húsdýragarðinum

  • Svart eða hvítt eða já eða nei

    Albert: „Pabbi, eigum við að koma í svona leik þar sem má ekki segja svart eða hvítt eða já eða nei?“

    Pabbi: *annars hugar* „uml…já“

    A: „Æi, eða ég held ég nenni ekki í svona leik“

    P: …

    A: „Pabbi?“

    P: „Já?“

    A: „ÞÚ TAPAÐIR! ÉG VAR AÐ PLATA!!!“

  • Goggunarröð

    „Húgó! Nei, Albert! Nei þú!“

    Þegar þú kemst óvart að því hvar þú ert í skammi-goggunarröðinni hjá eiginkonunni

  • Á klósettinu

    Albert á klósettinu
    Pabbi: „Ertu að pissa eða kúka?“
    Albert: *beygir sig niður og tékkar* „Sé ekki!“

  • Krullíus Maxímús

    Albert: „Sjáðu pabbi!“ *sýnir tóma bastkörfu*

    Pabbi: ?

    A: „Lokaðu augunum!“

    P: *lokar augunum*

    A: *bardúsar eitthvað í tæpa mínútu*

    A: *móður* „Opnaðu augun!“

    Karfan: *er skyndilega FULL af tuskudýrum!*

    P: „Vá! Þú ert orðinn svo flínkur að galdra!“

    En þessi geðþekki ungi töframaður, Krullíus Maxímús, á fleiri brögð uppi í erminni. Hann hefur lag á að láta föður sinn gera hluti sem hann hefði ekki undir neinum öðrum kringumstæðum gert og verður reglulega ósýnilegur í göngutúrum með pabba sínum.

    Í morgun framdi KM svo nýjasta og flottasta töfrabragðið til þessa þegar hann varð sex ára!

  • Hvað er málið?

    Albert, í sturtu á leiðinni út í heitan pott, horfir niður á bringuna á sér.

    Albert: „Hvað er málið? Strákar vilja alltaf sýna brjóstin sín, en stelpur vilja ekki sýna brjóstin.“

    Pabbi: …

    A: „Hvað er málið?“

  • Líka lítill

    Albert: „Pabbi, ég veit að little þýðir lítill, en hvað þýðir small?“

    Pabbi: „Það þýðir líka lítill. Stundum geta tvö orð þýtt sama hlutinn“

    A: ? „Svona eins og já og jebbsí pepsí?“

  • Borgar sig

    Albert kominn upp í rúm og reynir að sofna.

    Ró í 8 mín, svo: „Pabbi manstu þegar þú komst að sækja mig á leikskólann og ég var bara í peysu og nennti ekki að renna upp og þú sagðir „Það borgar sig að fara í úlpu“ og ég sagði „Borgar?! Borgar peninga?!?““

  • Frúin í Hambort

    Einn uppáhalds leikur Alberts þessa dagana er hans eigin útgáfa af Frúnni í Hamborg

    A: „Það má ekki segja ísskápur! Eða hurð. Og það má ekki heldur segja hákarl … það má segja já, en ekki nei!“

  • Albert teiknar

    Albert kom heim með myndir úr leikskólanum í dag. Hér eru þær bestu

  • Telja

    Albert, rétt rúmlega hálfnaður að „telja“ 5m málband. Upphátt.


    Síðar, löngu síðar: „…fjögurhundruð fimmtíu og fjórir, fjögurhundruð fimmtíu og fimm, fjögurhundruð fimmtíu og sex… Hey! Eins og í Squid Game Netflix!“