Kem að Albert hálfum inni í ísskáp að þamba ávaxtasafa beint úr fernunni.
Albert: „Ég er rúsínudrengur. Nei, bíddu, hvernig segir maður aþtur?“
Pabbi: „Ööööö, meinarðu rúsínurass?“
A: „Já! Ég er rúsínurass og djúsínurass!“
Kem að Albert hálfum inni í ísskáp að þamba ávaxtasafa beint úr fernunni.
Albert: „Ég er rúsínudrengur. Nei, bíddu, hvernig segir maður aþtur?“
Pabbi: „Ööööö, meinarðu rúsínurass?“
A: „Já! Ég er rúsínurass og djúsínurass!“
Pabbi: „Ég ætla út með Húgó. Er allt í lagi að þú sért einn niðri? Ef þú þarft hjálp við eitthvað geturðu bara náð í mömmu uppi“
Albert, fjögurra ára: „Ég geri bara sjálfur“
Ég man nú ekki eftir að hafa skrifað þetta, en fyrst það er komið á listann verður ekki aftur snúið
Krakkarnir leika með krossorðaspilið
Albert: *rótar í stöfunum* „Hvar er þoddn?“
Pabbi: „Þorn? Hvað ætlarðu að skrifa?“
A: „Aftur“
P:
A:
Hmmm, komst Albert í símann? Hvað ætli hann hafi verið að gera..?
Telma: „Mig langar svo mikið að búa í Indlandi. ? … Nei, Japan!“
Pabbi: „Nú? Af hverju?“
T: „Bíddu, er það í Indlandi eða Japan sem má smjatta?“
Pabbi: „Við ætlum að fara í bíltúr!“
Albert: „Vei!! Hvert?“
P: „Heimsækja leiðið hennar ömmu. Amma þín er dáin og hún er ofan í jörðinni“
A: „Á að setja dáið fólk oní holu?!?“
P: „Ööö, já, hvar á annars að setja þau?“
A: „…í ruslið?“
Albert: *vill ganga frá innkaupum í ísskápinn*
Pabbi: *bendir á litlu tveggja þrepa tröppuna sem Albert notar sem stól* „Á ég að rétta þér tröppuna?“
A: *hleypur að stiganum sem liggur upp á efri hæð* „Tröppu? Þessa tröppu? Ætlarðu að rétta mér alla þessa tröppu?“
Eftir að suða heilmikið í og takast loksins að sannfæra pabba um að koma út að leika tekur Albert sér 20 mínútur í að klæða sig til að fara út með pabba.
Pabbi: „Jæja, ertu tilbúinn?“
Albert: „Ég þarf að pissa. Uppi“
… 5 mínútur…
P, niðri: „Hvernig gengur að pissa?“
A: „Illa. Ég ætla fyrst að leika mér í Barbí og síðan að pissa“
P:
A: „Ertu að hlæja?“
Iðnaðarmaður, sitjandi klofvega á mæni hússins, kallar niður: „Sigurður, er bíllinn minn nokkuð fyrir þér?“
Pabbi: „Neinei!“
Albert: „Af hverju sagði hann Sigurður?“
P: „Af því ég heiti Sigurður“
A:
„HEITIRÐU EKKI PABBI?“
Pabbi: „Hvaða lönd þekkirðu í Afríku?“
Sandra: „Afríku?! Ég þekki ekkert!“
P: „Við skulum prófa að ég byrja að segja landið, og þú klárar. T.d. Egy…“
S: „Egyptaland!“
P: „Frábært! Og Ken…“
S: „Kennitala!!“